Sjóður Egils Skallagrímssonar

Sjóður Egils Skallagrímssonar er styrktarsjóður í Bretlandi í vörslu sendiráðs Íslands. Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. Fyrsti styrkurinn var veittur The Icelandic Take Away Theatre vegna sýningar þeirra á leikritinu "Sítrónusysturnar" á Edinborgarhátíðinni (fringe) 1997.

Styrkveiting fer fram í nóvember ár hvert. Styrkir eru almennt veittir á grundvelli listræns gildis og með hliðsjón af fjárþörf. Umsóknir verða að berast sendiráðinu í síðasta lagi 31. október. Tekið er á móti umsóknum sem berast bæði með venjulegum pósti og tölvupósti. Styrkþegar þurfa að skila stuttri greinargerð þegar verkefninu er lokið.

Umsóknareyðublöð fást einnig hjá sendiráðinu:

Embassy of Iceland
2A Hans Street 
London SW1X 0JE
Sími: +44 (0) 207 259 3999
Bréfasími: +44 (0) 207 245 9649
Netfang: emb.london@mfa.is

Video Gallery

View more videos