Menningarmál

Sendiráðið veitir margháttaða aðstoð til eflingar á íslenskri menningu og list í Bretlandi. Er aðstoðin einkum fólgin í því að útvega heppileg húsakynni fyrir listviðburði, t.d. vegna málverkasýninga, miðlun upplýsinga um listviðburði til fjölmiðla auk þess sem sendiráðið heldur gjarnan móttökur eða býður til hádegis- eða kvöldverðar til að kynna menningartengda atburði og koma íslenskum listamönnum á framfæri.

Þá rekur sendiráðið menningarsjóð, Sjóð Egils Skallagrímssonar, sem úthlutar styrkjum árlega til eflingar íslenskri menningu og list á Bretlandseyjum.Inspired by Iceland