Til athugunar: Vegna Ólympíuleika munu samgöngur skerðast í London

Vegna Ólympíuleikana og Ólympíumóti fatlaðra munu samgöngur í London skerðast verulega. Sérstaklega verða samgöngur skertar á meðan Ólympíuleikunum stendur frá 27. júlí til 12. ágúst og Olympíumóti fatlaðra 29. ágúst til 9. september. Ferðalangar eru beðnir að kynna sér almenningssamgöngur og gististað áður en haldið er af stað í ferðir. Mælt er með eftirfarandi enskum síðum:

Upplýsingasíða um samgöngur í tengslum við Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra.

Almenn upplýsingasíða um almenningssamgöngur í London.

Almenn upplýsingasíða um járnbrautir á Bretlandi.

Einnig verða flest hótel uppbókuð og gestir því beðnir um að ferðast ekki nema þeir séu búnir að tryggja gististað.

Video Gallery

View more videos