Þorrablót í Hull

Þorrablót Freyjanna  á Humberside verður haldið laugardaginn 4. febrúar í Cave Castle Hotel – South Cave, Hull. 

Blótið hefst kl. 18:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 19:00.

Þorramatseðillinn er hefðbundinn; súr, kæstur og saltur ásamt heimabökuðu rúgbrauði og flatkökum, allt að hætti Freyjanna.

Freyjuhappdrætti verður á sínum stað með glæsilega vinninga.

Veislustjóri kvöldsins er Jónas Baldursson.

Hljómsveit kvöldsins kemur frá Íslandi og er leidd af þeim Matta Matt (söngvari Papanna), Eyþóri Inga og Begga Kára.

Hægt er að fá gistingu á Cavel Castle Hotel á £75 fyrir tveggja manna herbergi eða £60 fyrir eins manns herbergi ef tekið er fram að það sé vegna “Icelandic dinner dance”. – upplýsingar um hótelið  á www.cavecastlehotel.com.

Skráning á Þorrablótið er hjá Vilborgu Gunnlaugsdóttur.  Heimasími 01482 846092, gsm: 07791 961838.  Netfang: jclelander@aol.com.  Miðaverð er £30.

 

Video Gallery

View more videos