Nýtt smáforrit fyrir börn: Lærum og leikum með hljóðin

Lærum og leikum með hljóðin er nýtt smáforrit eða „app“ fyrir spjaldtölvur eftir Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.


Lærum og leikum með hljóðin kennir börnum að segja íslensku málhljóðin rétt, þau læra hljóð íslensku bókstafanna og fingrastafrófið um leið og lestrarferlið er undirbúið. Hljóðin eru kynnt í sömu röð og íslensk börn tileinka sér þau í máltökunni.

Smáforritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun og undirbúa þau fyrir lestur. Einnig er það til í enskri útgáfu sem heitir Kids Sound Lab  sem kennir börnum ensku.

Um 40 manns koma að gerð og útgáfu smáforritsins og hlaut Byndís Guðmundsdóttir viðurkenningu fyrir Lærum og leikum með hljóðin árið 2011 frá GWINN (Global Womens Inventors and Innovators Network). Gerð smáforritsins er styrkt af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Barnamenningarsjóði.

www.laerumogleikum.is


 

Video Gallery

View more videos