Nýr kjörræðismaður Íslands í Manchester

 

Ágústa M. Þórarinsdóttir hefur verið skipuð nýr kjörræðismaður Íslands í Manchester í stað David G. Wilson, sem féll frá árið 2011.


 


     

 

 

 

 

 

 

 

 

       Ágústa M. Þórarinsdóttir

Ágústa hefur verið búsett í Manchester í tæp 10 ár þar sem hún starfar sem sölu-, þróunar- og markaðsfulltrúi hjá Cascade UK. Hún er einnig meðstofnandi að Curated Place, sem vann meðal annars að sýningunni North Atlantic Pavilion á listahátíðinni Liverpool Biennial 2012.

Kjörræðismenn Íslands gegna mikilvægu hlutverki í þágu Íslands og eru þeir reiðubúnir að aðstoða íslenska ríkisborgara ef á þarf að halda. Þeir eru um 250 talsins víða um heim og eru ólaunaðir.

Sendiráðið býður Ágústu hjartanlega velkomna til starfa. Hægt er að hafa samband við hana í síma  0161 217 1309 og á netfanginu iceland.manchester@gmail.com.

 

Video Gallery

View more videos