02.09.2012

Jón Margeir Sverrisson vinnur gullverðlaun á Ólympíumóti fatlaðra

Sundkappinn Jón Margeir Sverrisson, frá Fjölni/Ösp, vann til gullverðlauna í dag fyrir 200 metra skriðsund karla og setti jafnframt nýtt heimsmet með tímanum 1:59:62. Hann er fyrsti íþróttamaðurinn á Ólympíumóti fatlaðra til að vinna til gullverðlauna undir tveimur mínútum í þessari grein. Sendiráð Íslands óskar Jóni Margeiri innilega til hamingju með þennan stórglæsilega árangur!

Smellið hér til þess að sjá viðtal við Jón Margeir. Hér má einnig finna skemmtilegt myndaalbúm af keppninni í dag.

 

Mynd: Paralympic Games 2012


Inspired by Iceland