Ísland valið „Best European Adventure Destination"

Ísland var valið „Best European Adventure Destination” þann 28. nóvember sl. af lesendum Sunday Times Travel Magazine.

Verðlaunin voru tilkynnt á „Readers Awards” móttöku á St. Pancras Renaissance Hotel á Kings Cross í London. Sunday Times Travel Magazine er stærsta ferðatímaritið í Bretlandi og voru það lesendur blaðsins sem völdu Ísland fram yfir Noreg og Sviss sem lentu í 2. og 3. sæti. Þá var Ástralía kosin besti áfangastaðurinn utan Evrópu.

Viðurkenningin þykir vera mikill heiður og var þetta eini flokkurinn þar sem lönd voru verðlaunuð.

Video Gallery

View more videos