Handboltakvöld 2. og 4. ágúst

 

Íslendingar og Íslandsvinir munu hittast í kvöld kl. 21:00 á Dirty Dicks pöbbnum (2. hæð) til að horfa á handboltaleik Íslands og Svíþjóðar á Ólympíuleikunum. Dirty Dicks er á 202 Bishopsgate, London EC2M 4NR og næsta lestarstöð er Liverpool Street Station (aðeins 10 mín. lestarferð frá Ólympíuþorpinu).

Sýnt verður frá leik Íslands og Frakklands laugardagskvöldið 4. ágúst kl. 19:20 á sama stað og hvetjum við sem flesta til að mæta og hvetja strákana okkar áfram!

Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta þá er hægt að horfa á beina útsendingu af báðum leikjunum á bbc.co.uk/sport eða á www.ruv.is.

Video Gallery

View more videos