Gildistími íslenskra vegabréfa breytist 1. mars 2013

Þann 19. desember 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr.136/1998 um vegabréf en gildistími útgefinna vegabréfa fyrir einstaklinga 18 ára og eldri verður 10 ár frá og með 1. mars 2013. Gildistími vegabréfa fyrir börn yngri en 18 ára verður áfram fimm ár. 

Lagabreytingin tekur gildi 1. mars 2013 og þess vegna munu ný vegabréf, sem gefin verða út fram að 28. febrúar 2013, hljóta fimm ára gildistíma. Sendiráðið hvetur því umsækjendur til að fresta umsóknum um ný vegabréf eins og unnt er þar til 1. mars 2013. Vinsamlega hafið samband við sendiráðið sé nánari upplýsinga óskað.

Video Gallery

View more videos