Framlengdur opnunartími 9. apríl vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu

Athygli kjósenda er vakin á framlengdum opnunartíma sendiráðsins þriðjudaginn 9. apríl en opið verður milli kl. 09:00-20:00 vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar fyrir alþingiskosningar. Hægt er að kjósa aðra virka daga milli kl. 09:00-16:30.

Kjósendur eru vinsamlega beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd (ökuskírteini/vegabréf). Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði og hvaða listabókstafir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar má finna á www.kosning.is.

Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi, þ.e. í síðasta lagi 27. apríl 2013.

 

Video Gallery

View more videos