Íslenska-skandinavíska orðabókin ISLEX / ISLEX, onlineordbok med isländska, svenska, norska och danska

ISLEX er margmála orðabókarverk á vefnum með íslensku sem viðfangsmál og sænsku, norskt bókmál, nýnorsku og dönsku sem markmál.  Orðabókin hefur að geyma um 50.000 flettur og þýðingar á þeim. 

ISLEX vefsíðan var formlega opnuð á Íslandi á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. og fór athöfnin fram í Norræna húsinu.  Þar flutti mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir ávarp og sendiherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar voru meðal þeirra sem tóku til máls.   Í tilefni opnunarinnar var haldin ráðstefna fyrr um daginn.  Nánari upplýsingar um dagskrá o.fl. er að finna á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

ÍSLEX veforðabókin var formlega kynnt í Svíþjóð viku síðar, miðvikudaginn 23. nóvember sl., á ráðstefnu í Gautaborgarháskóla.  Þar flutti ávarp frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands. Pam Fredman, rektor Gautaborgarháskóla, og Svavar Gestsson, fv. menntamálaráðherra og sendiherra, voru meðal þeirra sem tóku til máls.  Nánari upplýsingar um dagsrká ráðstefnunnar er að finna á heimasíðu Gautaborgarháskóla.  

Þann 1. desember nk. verður ÍSLEX veforðabókin kynnt með viðhöfn í Danmörku.  Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Det danske sprog- og  litteraturselskab.
ISLEX veforðabókin er samstarfsverkefni fjögurra stofnana á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
ISLEX veforðabókin er gjaldfrjáls og er ætlað að þjóna þörfum ólíkra notendahópa.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu  ISLEX.

 ISLEX är en tvärnordisk, flerspråkig onlineordbok med isländska som källspråk och svenska, norskt bokmål, nynorska och danska som målspråk. ISLEX är ett samarbetsprojekt mellan fyra institutioner på Island, i Sverige, Norge och Danmark.
Mer information gör att hitta på ISLEX hemsida.

 

Video Gallery

View more videos