Íslensk tunga kynnt á Evrópska tungumáladeginum í Svíþjóð/Europeiska språkdagen och isländska språket

Tungumáladagurinn

Í tilefni hins árlega Evrópska tungumáladags 26. september, var haldið "tungumálakaffihús" í Evrópuhúsinu í Stokkhólmi og tók fulltrúi íslenska sendiráðsins þátt í dagskrá sem þar var í boði. Nærri 400 sænsk ungmenni á aldrinum frá 13-18 ára mættu á kaffihúsið með kennurum sínum. Unga fólkið var afar áhugasamt um íslenska tungu, en í kynningunni var lögð áhersla á sögu tungumálsins, myndun nýyrða og íslenska nafnahefð.
 
Auk fulltrúa Íslands tóku þátt í kaffishúsinu m.a. fulltrúar frá hinum Norðurlöndunum, Japan, Spáni, Tékklandi og Þýskalandi.
 

Tungumáladagurinn

Evrópski tungumáladagurinn er haldinn hátíðlegur meðal 45 Evrópuþjóða til þess að fagna fjölbreytileika evrópskra tungumála og hvetja til tungumálanáms.
 
Nánari upplýsingar um Evrópska tungumáladaginn í Svíþjóð má nálgast á heimasíðunni sprakdagen.nu
 
Nánar um Evrópska tungumáladaginn má finna á heimasíðu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

 


 

 För att fira Europeiska språkdagen deltog Islands Ambassad i språkkafé i Europahuset i Stockholm. Omkring 400 ungdomar från 13-18 år deltog i kaféet. Ungdomarna var mycket intresserade av isländska språket men Islands representant fokuserade på historian bakom isländska språket, isländska namnskicket och nya ord.

Förutom Island fanns representanter från de övriga nordiska länderna samt Japan, Spanien och Tyskland.

Europiska språkdagen äger rum den 26 september varje år. Syftet är att lyfta fram språk och språkinlärning som något viktigt, intressant och roligt.

Ytterligare information om Europiska Språkdagen finns på hemsidan sprakdagen.nu.

 

Video Gallery

View more videos