Góð stemning á Íslandsmóti í golfi í Svíþjóð

Guðmundur Árni sendiherra og sigurvegari mótsins Gunnar NorströmVel heppnað golfmót Íslendinga var haldið á Salems golfvellinum sl. föstudag í blíðskapar veðri. Þetta var 5. golfmótið á vegum íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi og samstarfsaðila og um 60 manns tóku þátt að þessu sinni; Íslendingar í Svíþjóð, sænskir Íslandsvinir, fulltrúar frá erlendum sendiráðum, auk nokkurra félaga í Salem golfklúbbnum. Icelandair, Isodental og Islandia styrktu mótið með veglegum verðlaunum.

Allir voru ræstir af stað kl. 8:30 og eftir mótið var boðið upp á hádegisverð.

Helstu niðurstöður urðu eftirfarandi:

Sigurvegari mótsins var Gunnar Nordström og hlaut hann í verðlaun farandbikar og tvo farseðla til Íslands í boði Icelandair.

Håkan Lager varð í öðru sæti og þriðja sætinu deildu þeir Ólafur Sveinsson og Michael Wadmark.

Einnig voru veitt verðlaun fyrir "næst holu" og lengsta upphafshöggið.

Video Gallery

View more videos