Evrópudagar í Stokkhólmi

Dagana 13. – 14. október sl. stóð sænska Evrópusambandsskrifstofan fyrir kynningardagskrá undir yfirskriftinni “Ditt Europa” (“Þín Evrópa”) á aðallestarstöðinni í Stokkkhólmi (Centralen).   Samskonar kynning, sem fram fór í fyrrahaust,  tókst með þeim ágætum, að hún var nú endurtekin með svipuðum hætti og síðast. 

Sendiráð umsóknarlandanna, þ.e. Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Króatíu, Serbíu, Tyrklands, Makedóníu og Íslands, tóku þátt í dagskránni með sænsku Evrópusambandsskrifstofunni.   

Íslenski þátturinn var föstudaginn 14. ágúst sl., kl. 15:00.  Þá ræddi Pierre Schellekens, forstöðumaður ESB skrifstofunnar í Svíþjóð, við  Gunnar Gunnarsson, sendiherra, um Ísland almennt svo og ESB aðildarumsóknina; sýnt var kynningarmyndbandið ”Inspired by Iceland” og haldin var spurningakeppni, með veglegum bókaverðlaunum.  Tókst dagskráin vel í alla staði og fjöldi manns staldraði við, spurði spurninga, tók þátt í spurningakeppninni, gæddi sér á íslensku sælgæti og tóku með sér bæklinga um Ísland.

 

Video Gallery

View more videos