Um sendiráðið

Til þjónustu reiðubúin

Sendiráð Íslands í Stokkhólmi er opinber fulltrúi Íslands í Svíþjóð en stjórnmálasamband milli Íslands og Svíþjóðar var stofnað 27. júlí 1940. Þá er sendiráðið einnig sendiráð Íslands gagnvart Albaníu, Kúveit, Kýpur og Sýrlandi. Umfram allt er sendiráðið þjónustustofnun.

Aðalverkefni sendiráðsins eru:

  • Að fara með íslenska hagsmuni gagnvart sænskum stjórnvöldum og stjórnvöldum umdæmislandanna
  • Að vera fulltrúi Íslands í þeim löndum sem nefnd voru
  • Að annast þjónustu við Íslendinga í Svíþjóð og umdæmislöndum eftir því sem þörf krefur
  • Að auka útflutning vöru og þjónustu til Svíþjóðar og stuðla almennt að auknum viðskiptum landanna allra og Íslands
  • Að auka menningarsamskipti landanna og koma íslenskri menningu á framfæri í Svíþjóð og í umdæmislöndunum
  • Að skipuleggja og viðhalda ræðismannatengslum við Íslands í löndunum
  • Að miðla hvers konar upplýsingum um Ísland

Ræðismenn í umdæmislöndum sendiráðsins eru átta talsins, fimm í Svíþjóð, einna á Kýpur, einn í Albaníu og einn í Sýrlandi.

Afgreiðslutími sendiráðsins er frá kl. 9:30 til 15:30 (mán.-fös.)

Heimilisfang:
Islands ambassad
Kommendörsgatan 35
114 58 Stockholm

Sími: +46 (0) 8 442 8300

Fax: +46 (0) 8 660 7423
Netfang: stockholm@mfa.is

 View Larger Map

Video Gallery

View more videos