Umsókn vegabréfa

Sendiráð Íslands taka við umsóknum um vegabréf, sbr. það sem segir hér að neðan. Ekki er lengur hægt að skila inn umsókn um vegabréf til ræðismanna.

Hinn 6. september 2006 hófst útgáfa nýrrar gerðar íslenskra vegabréfa með sérstökum örgjörva og verða umsækjendur að koma í eigin persónu í sendiráðið þar sem lífkennamynd er tekin af viðkomandi á staðnum. Þar með er óþarfi að koma með passamynd.

Í samræmi við samþykktir Schengenríkja á vettvangi ESB var fingraförum bætt í örgjörva íslenskra vegabréfa frá og með 28. júní 2009. Börn yngi en 12 ára eru undanþegin fingrafaratöku.

Afgreiðslutími fyrir vegabréf í sendiráði Íslands í Stokkhólmi er frá kl. 10-14 alla virka daga.

Vinsamlega pantið tíma hjá sendiráðinu fyrirfram í síma 08 442 8300. 

Mælst er til þess að umsækjendur hafi í huga að frágangur umsóknar og myndataka getur tekið nokkra stund.

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf en geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa og framlengingu vegabréfa, eftir því sem við á í sérstökum neyðartilfellum.

 

18-66 ÁRA:

Passa teg.

Afhending

Verð

Vegabréf

Ca  3-4 vikur.

662

Skyndiútgáfa

Ca 4-7 d.

1.228

Neyðarvbr.

sótt

312

Ökuskirteini

3-5.vikur

358

 

 

 

 

 

 

AÐRIR:

Passa teg.

Afhending

Verð

Vegabréf

Ca 3-4 vikur.

282

Skyndiútgáfa

Ca 4-7 d.

555

Neyðarvbr.

sótt

143

Ökuskirteini

3-5 vikur

100

 

 

 

 

 

 

Sérstök athygli er vakin á að hafa þarf eldra vegabréf meðferðis. 

Vegabréfaumsóknir barna

Við vegabréfaumsóknir barna er þess krafist að báðir foreldrar eða forráðamenn komi í sendiráðið með barnið og veiti samþykki með undirskrift á fylgiskjali. Skjal það má finna hér.  Foreldrar eða forráðamenn þurfa að framvísa persónuskilríkjum. Til að geta sótt um vegabréf þurfa börn sem fædd eru erlendis að vera komin með kennitöluskráningu hjá Þjóðskrá Íslands. Framvísa þarf fæðingarvottorði barns (personbevis) hafi barnið ekki áður fengið útgefið íslenskt vegabréf.

Vegabréfin eru framleidd á Íslandi og póstsend til umsækjanda.

Framlenging vegabréfs

Þegar við á er hægt að framlengja gildistíma vegabréfs um eitt ár frá þeim degi sem vegabréfið rann út. Hægt er að póstsenda vegabréfið til sendiráðsins ásamt greiðslu póstgjalds. Foreldrar eða forráðamenn þurfa að samþykkja framlenginu á vegabréfi barns með undirskrift á fylgiskjali. Skjal það má finna hér. Sé vegabréfið sent með pósti þurfa tveir vottar að skrifa undir fylgiskjalið og ljósrit af persónuskilríkjum foreldra/forráðamanna þarf einnig að fylgja með. Vegabréf er einungis hægt að framlengja einu sinni.

Neyðarvegabréf

Í brýnustu neyð getur sendiráðið gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út gefist umsækjanda ekki tími til að sækja um venjulegt vegabréf með hraðafgreiðslu í sendiráðinu. Tekið skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Hafi eldra vegabréf glatast þarf greinargerð, og mögulega lögreglusýrsla, þar að lútandi að fylgja umsókn.

Nafnabreytingar

Hafi umsækjandi tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt nafni sínu á annan hátt þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til Þjóðskrár á Íslandi áður en sótt er um vegbréf http://www3.fmr.is/

Norrænir ríkisborgarar

Í ljósi samkomulags um norrænt vegabréfafrelsi, má líta svo á að vegabréf séu ekki nauðsynleg í ferðum milli Norðurlandanna og því ættu önnur persónuskilríki og gögn að duga samkvæmt því. Hvað gögn varðar má t.d. nefna fæðingarvottorð barns. Hins vegar er öllum ríkjum heimilt að krefjast vegabréfa, ef sérstakar aðstæður kalla á aukið öryggiseftirlit. Það er því eindregið mælt með því að foreldrar eða forsjármenn barna afli vegabréfa fyrir þau áður en lagt er upp í ferðir til Norðurlandanna, til að tryggja að ekki komi upp vandamál við komu og brottför, hvort heldur er hér heima eða erlendis. (Heimild:  Lögreglan: Spurt og svarað – vegabréf)

Vegabréfsáritanir 

Upplýsingar um vegabréfsáritanir fyrir íslenska ferðamenn má finna á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins.

 Inspired by Iceland