Móðurmálskennsla íslenskra barna

Börn af íslenskum uppruna sem búsett eru í Svíþjóð eiga rétt á móðurmálskennslu með því skilyrði að annað eða báðir foreldrar tali íslensku sem móðurmál, barnið hafi grunnþekkingu á íslensku og tali íslensku á heimili sínu, og að hæfur kennari sé til staðar. Móðurmálskennslan er greidd af sveitarfélaginu sem fjölskyldan býr í.

Þegar barn er komið á skólaaldur eiga foreldrar að fá heim umsóknareyðublað sem fylla skal út, ef óskað er eftir móðurmálskennslu. Eyðublaðinu er skilað til skólans sem kemur því til viðeigandi yfirvalda í sveitarfélaginu. Í Stokkhólmsléni er það Språkcentrum (www.stockholm.se/sprakcentrum) sem skipuleggur kennsluna, en í öðrum sveitarfélögum er það skrifstofa sveitarfélags sem gerir það.

Í sænskum lögum um grunnskóla (Grundskoleförordning – 1994:1194, 9 § - 14 §) má lesa nánar um rétt til móðurmálskennslu í grunnskóla (sjá www.notisum.se/). Þar kemur fram í 2. mgr. 13. gr. að sveitarfélagi sé skylt að skipuleggja móðurmálskennslu ef sótt er um það fyrir minnst 5 nemendur í senn. Innan Stokkhólmsléns hefur verið horft framhjá þessari reglu, en sendiráðið hefur haft spurnir af því að sveitarfélög annars staðar í Svíþjóð hafa hafnað umsóknum um móðurmálskennslu m.a. vegna þess að þeim sé ekki skylt að verða við þeim nema áðurnefndu lágmarki sé náð.

Hellen Condit er íslenskukennari starfandi í Stokkhólmi. Hægt er að hafa samband við Helen í s. 073 550 19 538 eða með tölvupósti till hellencondit@hotmail.com

Kristín Pálsdóttir starfar sem kennari í íslensku fyrir börn í Gautaborg. Hægt er að hafa samband við Kristínu í s. 070 230 06 76 eða kristin@palsdottir.se

Rannveig Sigurðardóttir starfar sem einkakennari í íslensku, fyrir börn og fullorðna. Hægt er að hafa samband við Rannveigu í s. 070 764 69 80 eða rann.sig@gmail.com

Hildur Pálsdóttir Carlsrud starfar sem kennari í íslensku fyrir börn í Örebro. Hægt er að hafa samband við Hildi í s. 019-7641234/070-3107474 eða carlsrud@bredband2.com

Það er einnig velkomið að hafa samband við Íslendingafélagið í Stokkhólmi (upplysingar@islendingafelagid.se) eða sendiráðið til að fá upplýsingar um móðurmálskennsluna.Inspired by Iceland