Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður með fyrirlestur í Gautaborg

Íslenski fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir verður með opinn fyrirlestur í Háskólanum í Gautaborg mánudaginn 4. nóvember  frá kl. 12:00-13:00. Steinunn hefur með tímalausri hönnun sinni og næmum fagskilningi öðlast sérstöðu meðal fatahönnuða  á heimsvísu. Í verkum sínum sýnir hún mikilvægt samspil náttúru, menningar og handverks. Steinunn starfaði um árabil við tísku- og fatahönnun hjá erlendum tískuhönnuðum en árið 2000 stofnaði hún fyrirtækið „STEINUNN“. Steinunn  hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir hönnun sína en hún hlaut m.a. Torsten och Wanja Söderbergs-verðlaunin árið 2008.

Í fyrirlestri sínum mun Steinunn fjalla um ferðalag sitt í kringum íslenska merkið „STEINUNN“, sköpunina á bak við hönnunina sem og mikilvægis handverksins.

 

 

 

Frekari upplýsingar um fyrirlesturinn má finna á heimasíðu Háskólans í Gautaborg.

Video Gallery

View more videos