Íslenskir hönnuðir þátttakendur í Stockholm Design Week 2013

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslenskir hönnuðir munu taka þátt í tveimur sýningum á Stockholm Design Week sem hófst í gær, þann 5. febrúar.

Hönnuðirnir Sigga Heimis, Snæbjörn Stefánsson, Þóra Birna, Garðar Eyjólfsson og Katrín Ólína taka þátt í sýningunni 13A1+ og sýna þróunarverkefni sitt þar sem unnið er með ál sem efnivið. Sýningin stendur til 8. febrúar 2013 en hún fer fram á Il Caffe, Södermannagatan 23 í Stokkhólmi.

Volki, Bryndís Bolladóttir og Á. Guðmundsson munu hins vegar sýna á stóru samsýningu Stockholm Furniture Fair 2013. Íslenski básinn er staðsettur í Hall A, A01:40. 

 

Nánari upplýsingar um íslensku hönnuðina og sýningar þeirra má finna hér

Nánari upplýsingar um Stockholm Furniture Fair 2013 má finna hér.

Video Gallery

View more videos