Brynhildur Þorgeirsdóttir hannar íslenska skúlptúra í sænsku hverfi

 

Yfirvöld í sænska sveitarfélaginu Alingsås völdu Brynhildi Þorgeirsdóttur til að vinna útilistaverk í nýtt og vel hannað hverfi þar í borg.Verkin eru alls þrjú og er þeim lýst sem hörðum, mjúkum og geómetrískum skúlptúrum sem vísa í ýmis landslags- og náttúruform.Verkin eru þrír tengdir skúlptúrar sem  hver um sig eru um og yfir metri á hæð. Af einum fellur foss, af öðrum lækur og á þeim þriðja er tjörn. Samkvæmt Brynhildi vísar hún þarna í japanskar kenningar um garðinn, þar sem verkin mynda þríhyrning og standa fyrir grunnþættina manninn, himininn og jörðina. Brynhildur mun vinna eitt verkanna á staðnum og munu nemendur frá Stadsskogsskolan aðstoða hana við að vinna verkið. Nemendurnir munu vinna 22 verk sem Brynhildur kallar krakkasteina er verða steyptir niður á svæðinu. Brynhildur mun svo gera svokallaðan móðurstein sem mun standa með krakkasteinunum.Verk Brynhildar verða formlega kynnt í Alingsås í lok ágúst.

Frekari upplýsingar um verk Brynhildar í Alingsås má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Video Gallery

View more videos