Íslendingar í Rússlandi

Sendiráðið Íslands leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í umdæmisríkjunum þess, námsmönnum og ferðamönnum.

Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leiti til sendiráðsins vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa og ökuskírteina eða er í nauðum statt og þarfnast aðstoðar.

Vegabréf

Frá og með 17. maí 2006 er einungis hægt að sækja um íslensk vegabréf á Íslandi. Í júlí 2006 verður hægt að sækja um vegabréf í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum og Washington. Ræðismenn í umdæmi sendiráðsins taka ekki lengur við vegabréfsumsóknum. Ræðismenn geta hins vegar framlengt vegabréf um eitt ár frá þeim degi sem að vegabréfið rann út. Í brýnustu neyð geta ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Neyðarvegabréf

Þegar Íslendingar hefur glatað vegabréfi sínu getur sendiráðið gefið út neyðarvegabréf sem gildir í mjög takmarkaðan tíma. Neyðarvegbréfið kemur ekki í stað almenns vegabréfs en veitir handhafa þess möguleika að ferðast til baka til Íslands.

Sá sem hefur glatað vegabréfinu verður að hafa samband í eigin persónu við sendiráðið og vísa deili á sér. Hann verður að framvísa passamynd af sér og         undirritar neyðarvegabréfið í viðurvist starfsmanns sendiráðsins.

Íslensk ökuskírteini

Hægt er að sækja um nýtt ökuskírteini hjá sendiráði Íslands.
Viðkomandi kemur í sendiráðið í eigin persónu og fyllir út umsóknareyðublað

  • Ein passamynd
  • Sendiráðið sendir umsóknina til Ríkislögreglustjóra sem sendir svo skírteinið beint til viðkomandi
  • Ökuskírteini kostar 3500 íkr. eða ca. 40 Evrur

Íslendingar í nauðum staddir

Þeir Íslendingar sem eru í nauðum staddir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við sendiráðið þegar í stað. Sendiráðið mun gera allt sem í þess valdi stendur til að komandi til aðstoðar.

Vegabréfsáritanir

Allir erlendir ríkisborgarar þurfa vegabréfsáritun til Rússlands, sjá nánar Ferðast til Rússlands.

Íslandsvinafélagið í Rússlandi – Общество дружбы

Alexander Borisovich Borodin, stjórnarformaður,
Olga Alexandrovna Smirnitskaya, varastjórnarformaður,
Bela Petrovna Karamzina,
Roman Abramovich,
Alexei Arbatov,
Vyacheslav Alexeevich Nikonov,
Tatyana Nikolaevna Jackson.

Video Gallery

View more videos