Fundað um samstarf í orkumálum

Samstarf Íslands og Rússlands um nýtingu jarðhita og leiðir til að efla það var umræðuefni fundar, sem sendiherra átti með Anton Iniytscin, varaorkumálaráðherra Rússlands, þann 14. nóvember í orkumálaráðuneytinu í Moskvu. Fundinn sátu einnig fulltrúar RusHydro og orkustofnunar Rússlands. Samstarfsmöguleikar á þessu sviði lúta að því að nýta íslenska reynslu og sérþekkingu við að nýta jarðhita í Rússlandi. Þar eru all víða möguleikar á að koma upp hitaveitum, sem byggja á jarðhita,  og á Kamtchatka má nýta hann til raforkuframleiðslu.

Video Gallery

View more videos