Samstarf Icelandair og Rossiya Airlines

Icelandair hefur undirritað samkomulag við Rossiya Airlines í Rússlandi. Samstarf Icelandair við Rossiya Airlines felur meðal annars í sér sölu og farseðlaútgáfu á flugleiðum þannig að viðskiptavinir Icelandair geta nú keypt einn farseðil til þeirra tuga áfangastaða sem Rossiya flýgur til og jafnframt geta viðskiptavinir Rossiya keypt miða til Íslands, Evrópulanda og Norður-Ameríku með flugi Icelandair. Rossiya Airlines er stærsta flugfélagið í St Pétursborg, sem Icelandair hóf áætlunarflug til í vor, og býður upp á tengingar við tugi borga í Rússlandi og víðar.

Fréttatilkynning frá Icelandair.  

Video Gallery

View more videos