Íslensk þátttaka í alþjóðlegu ferðasýningunni í Moskvu

TRUE ICELAND tók þátt í ferðasýningunni Moscow International Travel Fair, sem var haldin dagana 18.-20. maí. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki tekur þátt í sýningunni, sem nú var haldin í tólfta sinn. Í fyrra sóttu tuttugu og þrjú þúsund manns sýninguna. Íslandsfélagið í Moskvu átti einnig fulltrúa í íslensku sýningardeildinni, en það selur ferðir til Íslands.

Video Gallery

View more videos