Heimsókn í State Polar Academy í Pétursborg

Albert Jónsson, sendiherra, og Ása Baldvinsdóttir kona hans, heimsóttu State Polar Academy í Pétursborg 19. mars. Hlutverk skólans er einkum að mennta verðandi stjórnendur á afskekktum svæðum í Rússlandi, einkum norðurslóðum. Auk þeirrar kennslu eru stundaðar ýmiskonar rannsóknir er lúta að norðurslóðum og málefnum þeirra. Eftir fund með Nikolay Mantsaev, vara-rektor og hópi kennara hélt sendiherra erindi fyrir kennara og nemendur um Ísland og helstu áherslur í norðurslóðastefnu þess.

Video Gallery

View more videos