Beint áætlunarflug til St. Pétursborgar

1. júní á næsta ári verða tímamót í samgöngum milli Íslands og Rússlands. Þá hefur Icelandair beint áætlunarflug til St. Pétursborgar. Í byrjun verður flogið tvisvar í viku til 17. september. Fjöldi rússneskra ferðamanna til Íslands hefur vaxið hratt síðustu ár og St. Pétursborg hefur jafnframt orðið vinsæll áfangastaður íslenskra ferðamanna.

Áætlunarflug milli Íslands og Rússlands tengist víðfemu neti áfangastaða Icelandair í norður-Ameríku, sem stækkar enn næsta sumar, þegar beint áætlunarflug hefst milli Íslands og Alaska.

http://www.icelandair.is/destinations/flights/item599295/flu-til-stpetursborgar/

 

Video Gallery

View more videos