Aukið úrval af íslenskri matvöru á Rússlandsmarkaði

Sala á sérunnum íslenskum lambakjötsafurðum inn á hágæða veitingastaði í Moskvu hefur stóraukist síðustu þrjú ár. Einnig hafa markaðir opnast fyrir ærkjöt og hrossakjöt. Frá því íslensku framleiðendurnir SS og KS hófu markaðsstörf með þátttöku í hinni árlegu ProdExpo matvælasýningu í Moskvu hefur útflutningur á kjötafurðum til Rússlands nær fjórfaldast.

Einkum er stefnt á sölu til kröfuharðra viðskiptavina og dýrra veitingastaða og fæst hærra verð fyrir þessar afurðir hér en á íslenskum markaði.

Fyrirtækið G. Ingason hefur einnig náð góðum árangri í sölu unninna sjávarafurða, ekki síst niðursoðinni þorskalifur. Í samvinnu við Landssamband smábátaeigenda er nú í gangi átak til að auka sölu á grásleppuhrognum og kavíar.

Loks má nefna að íslenskt vatn undir merki Glacial er nú þegar selt víða í stórmörkuðum í stærstu borgum Rússlands og sölustöðum fjölgar jafnt og þétt.

Sendiráð Íslands í Moskvu hefur frá upphafi þessa markaðsátaks tekið virkan þátt í kynningarsamstarfi þessara aðila. Með beinu flugi Icelandair milli Íslands og St. Pétursborgar í sumar eru vonir bundar við aukningu á þeim markaði.

Video Gallery

View more videos