03.04.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl nk.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl nk. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst 7. apríl nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.
More
25.03.2014

Íslenskt lambakjöt á Sirha matvælasýningunni

Íslenskt lambakjöt á Sirha matvælasýningunni Íslenskt lambakjöt og rækja hafa verið kynnt í þessari viku á matvælasýningunni Sirha í Moskvu. Það er rússneska fyrirtækið La Maree sem kynnir vörurnar til að selja til veitingastaða.
More
22.03.2014

Þátttaka á ferðakaupstefnunni MITT

Þátttaka á ferðakaupstefnunni MITT Þann 19-22 mars stóð Íslandsstofa, með aðstoð sendiráðsins, fyrir bás á ferðakaupstefnunni MITT. Sýninginn er sú stærsta í Rússlandi, með tugi þúsunda gesta. Rússland er vaxandi markaður fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðamönnum frá Rússlandi til Íslands fjölgaði um 27,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við árið í fyrra.
More
18.03.2014

Kynning á íslenskum matvælum

Kynning á íslenskum matvælum Þann 18. mars bauð Albert Jónsson, sendiherra, fulltrúum frá rússneskum stórmarkaði og matvæladreifingarfyrirtæki til kynningar á íslenskum matvælum. Friðrik Sigurðsson, bryti hjá utanríkisráðuneytinu, útbjó sýnishorn sem innihéldu íslenskt hráefni. Meðal þess sem boðið var uppá var íslenskt kjöt, fiskur, vatn, mjólkurafurðir, niðursuðuvörur og harðfiskur.
More
17.03.2014

Kynning á starfsemi Icelandair í Rússlandi

Kynning á starfsemi Icelandair í Rússlandi Þann 17. mars buðu sendiráðið og Icelandair 90 fulltrúum frá rússneskum ferðaskrifstofum að heimsækja sendiráðið. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi Icelandair og upplýsingar um beint flug flugfélagsins milli Pétursborgar og Íslands. Þeim voru einnig boðnar íslenskar veitingar, eldaðar af Friðriki Sigurðssyni.
More
26.02.2014

Ný skrifstofa MAREL í Rússlandi

Ný skrifstofa MAREL í Rússlandi Þann 26. febrúar tók Albert Jónsson, sendiherra, þátt í opnun nýrrar skrifstofu MAREL FOOD SYSTEMS INC í Leninsk Kuznetsky sem er í Keromovo héraði í Rússlandi.
More
12.02.2014

Íslenskt fyrirtæki á PROD EXPO

Íslenskt fyrirtæki á PROD EXPO Matvælakaupstefnan PROD EXPO stendur yfir í Moskvu þessa dagana. Þar er íslenskur bás á vegum G. Ingasonar sem selur fjölbreyttar sjávarvörur á Rússlandsmarkað. Mikil áhersla hefur á undanförnum árum verið lögð á sölu niðursoðinnar þorskalifur til Rússlands og gengið vel. Árlega fara nú milljónir dósa þangað frá Íslandi.
More
13.01.2014

Ferðamálakaupstefna

Ferðamálakaupstefna Þann 13. janúar var haldin ferðamálakaupstefna í bústað sendiherra Íslands í Moskvu. Þátttakendur voru 15 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og um 50 rússneskir ferðasöluaðilar, skipuleggjendur kaupstefnunar voru Íslandsstofa og sendiráðið.
More
17.12.2013

Sendiherra í útvarpsviðtali

Sendiherra í útvarpsviðtali Albert Jónsson, sendiherra, var í viðtali hjá útvarpsstöðinni Moscow Pravda Radio. Rætt var um íslenska sögu og menningu auk þess sem sendiherrann sagði frá samskiptum landanna á sviði ferðamála og jarðhita. http://mospravda.ru/
More
16.12.2013

Aðventa lesin í sendiráðinu

Aðventa lesin í sendiráðinu Um 90 gestir komu í sendiráði síðastliðin laugardag til að hlíða á Veniamin Smekhov, frægan rússneskan leikar, lesa kafla úr bókinni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson.
More
10.12.2013

Jarðhiti - samvinnuverkefni

Jarðhiti - samvinnuverkefni Albert Jónsson, sendiherra átti í dag fund með Igor Slyunyayev, byggðamálaráðherra Rússlands, um samskipti Íslands og Rússlands með sérstakri áherslu á samstarf um nýtingu á jarðhita. Einkum var rætt um hitaveituverkefni í Tomsk héraði, sem er í undirbúningi með aðkomu íslenskra aðila.
More
06.12.2013

Þrír Rússar heiðraðir

Þrír Rússar heiðraðir Í jólafagnaði Íslendinga og Íslandsvina í Moskvu voru þrír einstaklingar sérstaklega heiðraðir fyrir framlag þeirra til þess að kynna íslenska menningu og tungumál í Rússlandi.
More
03.12.2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 Frú Vigdís Finnbogadóttir, hlaut í gær tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Osló. Vigdís er þekkt fyrir starf sitt í þágu tungumála og er velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
More
07.11.2013

Kynning á íslenskri matvælaframleiðslu í Moskvu

Kynning á íslenskri matvælaframleiðslu í Moskvu Sendiráð Íslands í Moskvu og Íslandsstofa starfa með íslenskum matvælaframleiðendum við að kynna framleiðslu þeirra í Rússlandi. Í vikunni var sýndur rússneskur sjónvarpsþáttur um Ísland og íslenskan mat, haldin móttaka fyrir viðskiptavini íslenskra fyrirtækja og haldið námskeið fyrir um 60 rússneska kokka.
More
30.10.2013

Nýr ræðismaður í Pétursborg

Nýr ræðismaður í Pétursborg Skrifstofa heiðursræðismanns Íslands í Pétursborg hefur verið opnuð á ný eftir nokkurt hlé. Nýr heiðursræðismaður er Boris Victorovich Ivanov.
More
29.10.2013

Alþjóðleg orkuvika í Moskvu

Alþjóðleg orkuvika í Moskvu Alþjóðlega orkuvika hófst í Moskvu þann 28 október. Einn af frummælendum við opnun ráðstefnunar var Albert Jónsson, sendiherra Íslands.
More
04.10.2013

70 ára afmæli stjórnmálasambands

70 ára afmæli stjórnmálasambands Þann 4. október 2013 fögnum við því að 70 ár eru liðin síðan stofnað var til stjórnmálasambands milli Íslands og Rússlands.
More
27.09.2013

Aðventa Gunnars Gunnarssonar í máli og myndum

Aðventa Gunnars Gunnarssonar í máli og myndum Í dag fer fram kynning á Aðventu, sögu íslenska rithöfundarins Gunnars Gunnarssonar í gallerí Fotoloft í Winzavod listasafni samtímalistar. Þetta er í fyrsta sinn sem skáldsaga eftir Gunnar kemur út á rússnesku. Um leið verður opnuð sýning á ljósmyndum Sigurjóns Péturssonar sem nefnist „Aðventa á fjöllum“ og sækir innblástur í sögu Gunnars.
More
26.09.2013

Kjarvalssýning í Pétursborg

Kjarvalssýning í Pétursborg Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson opnaði í dag sýningu á verkum Kjarvals í Marmarahöllinni í Þjóðarsafninu í St. Pétursborg í Rússlandi. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjavíkur og Þjóðarsafnsins og verður opin til 4. nóvember.
More
17.09.2013

Flug til St. Pétursborgar og vegabréfsáritanir

Flug til St. Pétursborgar og vegabréfsáritanir Í dag er síðasta flug Icelandair til St. Pétursborgar á þessu ári, flugið hefst að nýju næsta vor. Í tengslum við flugið hóf sendiráðið í Moskvu útgáfu Schengen vegabréfsáritana. Síðan 1. júní hefur sendiráðið gefið út 1.200 vegabréfsáritanir til rússneskra ferðamanna og annara rússa sem hafa ferðast til Íslands í sumar.
More
WebComponents:Control EditorComponent="false" runat="server" GroupIds="58,66" Src="~/Resources/files/1/e/embassy-article-paging.ascx" />


Inspired by Iceland