12.12.2014

Bókin Aðventa lesin í Moskvu

Bókin Aðventa lesin í Moskvu Vináttusamtök Íslands og Rússlands, ODRI, stóðu fyrir upplestri á bók Gunnars Gunnarssonar, “Aðventu”. Þetta er annað árið í röð sem bókin er lesin á aðventunni í Moskvu. Bókin kom út í rússneskri þýðingu í fyrra. Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við sendiráðið, Skriðuklaustur, rússneskan útgefanda bókarinnar og bókasafn erlendra tungumála í Moskvu. Um 80 gestur voru viðstaddir og Albert Jónsson, sendiherra, flutti ávarp þar sem hann fjallaði um bókina, höfundin og íslenskt jólahald.
More
31.10.2014

Sendiherra í Kasakstan

Sendiherra í Kasakstan Albert Jónsson afhenti trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Kasakstan, með aðsetur í Moskvu, 7. október síðastliðinn. Afhendingin fór fram í tengslum við ferð viðskiptasendinefndar í flug- og ferðamannaiðnaði til landsins. Sendiráðið skipulagið fundi fyrir sendinefndina og sendiherra tók þátt í að kynna starfsemi viðskiptaaðila fyrir hagsmunaðilum í Kasakstan.
More
16.10.2014

Sendiráði Íslands í Moskvu á TWITTER

Sendiráði Íslands í Moskvu á TWITTER Til að efla upplýsingamiðlun til Rússa um Ísland þá mun sendiráðið nú tísta á TWITTER á rússnesku um Samskipti Íslands og Rússlands. Tístið munu beinast að málum tengdum viðskiptum, stjórnmálum, stjórnsýslu, menningu, íþróttum o.s.frv. TWITTER síða sendiráðsins er https://twitter.com/IcembMoscow.
More
26.09.2014

Norrænir dagar í Pétursborg

Norrænir dagar í Pétursborg Í dag opnaði Albert Jónsson , sendiherra, norrænar vikur í Pétursborg að viðstöddum fulltrúum Norðurlandanna og Norrænu ráðaherranefndarinnar. Ísland er í formensku norrænu ráðherranefndarinnar á árinu 2015. Í boði er fjölbreytt dagskrá frá öllum löndunum. Framlag Íslands er sýning myndlistarmannsins Tolla, tónleikar karlakórs Reykjavíkur og fyrirlestur Páls Hjaltasonar um borgarskipulag.
More
12.09.2014

Fundur með nýjum yfirmanni sjávarútvegsmála í Rússlandi

Fundur með nýjum yfirmanni sjávarútvegsmála í Rússlandi Í gær átti sendiherra Íslands fund með Ilya Shestakov, vararáðherra landbúnaðarmála og yfirmanni sjávarútvegsstofnunar Rússlands. Á fundinum voru rædd sameiginleg hagsmunamál ríkjanna á sviði sjávarútvegsmála.
More
01.09.2014

Minnismerki um skipalestir

Minnismerki um skipalestir Sendiherra Íslands var viðstaddur afhjúpun minnismerkis um skipalestir sem sigldu til Rússlands í seinni heimstyrjöldinni. Skipalestinar sigldu frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Íslandi til hafna í norður Rússlandi. Þær gegndu hlutverki í vörnum Rússlands og eru mikilvægur hluti af sameignlegri sögu Íslands og Rússlands. Auk sendiherra Íslands voru viðstaddir breskir og rússneskir fyrrverandi hermenn, borgarstjórinn í Pétursborg og fulltrúar frá Bretlandi, Danmörku og Noregi.
More
15.07.2014

Saga stjórnmálasambands

Saga stjórnmálasambands Í gær bauð Hreinn Pálsson, staðgengill sendiherra, fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins velkomna í sendiráðsbústað Íslands í Moskvu. Tilefnið var að fagna útgáfu bóka um sögu stjórnamálasambands Íslands og Rússlands frá 1943 til 2008 á íslensku og rússnesku. Öflun gagna og ritstjón var í höndum starfsmanna utanríkisráðuneyta landanna.
More
18.06.2014

17 júní

Þann 17 júní héldu um 200 gestir upp á 70 ára afmæli lýðveldis á Íslandi í sendiráðsbústað Íslands í Moskvu. Meðal gesta voru Íslendingar búsettir í Moskvu, meðlimir í ODRI – vináttufélagi Íslands og Rússlands, rússar í viðskiptum eða samstarfi við íslenska aðila, fulltrúar rússneskra stjórnvalda, fulltrúar erlendra ríkja, starfsfólk sendiráðsins og fjölskyldur þeirra. Á boðstólum voru íslenskt lambakjöt, pylsur og fánar fyrir börnin.
More
02.06.2014

Ferðamálakynning

Ferðamálakynning Sendiráð Íslands í Moskvu og Icelandair buðu um 40 fulltrúum frá rússneskum ferðaskrifstofum til kynningar á Íslandi sem áfangstað fyrir Rússa. Kynningin fór fram í sendiráðsbústað Íslands í Moskvu. Sendiherra Íslands og fulltrúi Icelandair fluttu erindi á kynningunni.
More
25.03.2014

Íslenskt lambakjöt á Sirha matvælasýningunni

Íslenskt lambakjöt á Sirha matvælasýningunni Íslenskt lambakjöt og rækja hafa verið kynnt í þessari viku á matvælasýningunni Sirha í Moskvu. Það er rússneska fyrirtækið La Maree sem kynnir vörurnar til að selja til veitingastaða.
More
22.03.2014

Þátttaka á ferðakaupstefnunni MITT

Þátttaka á ferðakaupstefnunni MITT Þann 19-22 mars stóð Íslandsstofa, með aðstoð sendiráðsins, fyrir bás á ferðakaupstefnunni MITT. Sýninginn er sú stærsta í Rússlandi, með tugi þúsunda gesta. Rússland er vaxandi markaður fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðamönnum frá Rússlandi til Íslands fjölgaði um 27,5% á fyrstu tveimur mánuðum ársins miðað við árið í fyrra.
More
18.03.2014

Kynning á íslenskum matvælum

Kynning á íslenskum matvælum Þann 18. mars bauð Albert Jónsson, sendiherra, fulltrúum frá rússneskum stórmarkaði og matvæladreifingarfyrirtæki til kynningar á íslenskum matvælum. Friðrik Sigurðsson, bryti hjá utanríkisráðuneytinu, útbjó sýnishorn sem innihéldu íslenskt hráefni. Meðal þess sem boðið var uppá var íslenskt kjöt, fiskur, vatn, mjólkurafurðir, niðursuðuvörur og harðfiskur.
More
17.03.2014

Kynning á starfsemi Icelandair í Rússlandi

Kynning á starfsemi Icelandair í Rússlandi Þann 17. mars buðu sendiráðið og Icelandair 90 fulltrúum frá rússneskum ferðaskrifstofum að heimsækja sendiráðið. Gestirnir fengu kynningu á starfsemi Icelandair og upplýsingar um beint flug flugfélagsins milli Pétursborgar og Íslands. Þeim voru einnig boðnar íslenskar veitingar, eldaðar af Friðriki Sigurðssyni.
More
26.02.2014

Ný skrifstofa MAREL í Rússlandi

Ný skrifstofa MAREL í Rússlandi Þann 26. febrúar tók Albert Jónsson, sendiherra, þátt í opnun nýrrar skrifstofu MAREL FOOD SYSTEMS INC í Leninsk Kuznetsky sem er í Keromovo héraði í Rússlandi.
More
12.02.2014

Íslenskt fyrirtæki á PROD EXPO

Íslenskt fyrirtæki á PROD EXPO Matvælakaupstefnan PROD EXPO stendur yfir í Moskvu þessa dagana. Þar er íslenskur bás á vegum G. Ingasonar sem selur fjölbreyttar sjávarvörur á Rússlandsmarkað. Mikil áhersla hefur á undanförnum árum verið lögð á sölu niðursoðinnar þorskalifur til Rússlands og gengið vel. Árlega fara nú milljónir dósa þangað frá Íslandi.
More
13.01.2014

Ferðamálakaupstefna

Ferðamálakaupstefna Þann 13. janúar var haldin ferðamálakaupstefna í bústað sendiherra Íslands í Moskvu. Þátttakendur voru 15 íslensk ferðaþjónustufyrirtæki og um 50 rússneskir ferðasöluaðilar, skipuleggjendur kaupstefnunar voru Íslandsstofa og sendiráðið.
More
17.12.2013

Sendiherra í útvarpsviðtali

Sendiherra í útvarpsviðtali Albert Jónsson, sendiherra, var í viðtali hjá útvarpsstöðinni Moscow Pravda Radio. Rætt var um íslenska sögu og menningu auk þess sem sendiherrann sagði frá samskiptum landanna á sviði ferðamála og jarðhita. http://mospravda.ru/
More
16.12.2013

Aðventa lesin í sendiráðinu

Aðventa lesin í sendiráðinu Um 90 gestir komu í sendiráði síðastliðin laugardag til að hlíða á Veniamin Smekhov, frægan rússneskan leikar, lesa kafla úr bókinni Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson.
More
10.12.2013

Jarðhiti - samvinnuverkefni

Jarðhiti - samvinnuverkefni Albert Jónsson, sendiherra átti í dag fund með Igor Slyunyayev, byggðamálaráðherra Rússlands, um samskipti Íslands og Rússlands með sérstakri áherslu á samstarf um nýtingu á jarðhita. Einkum var rætt um hitaveituverkefni í Tomsk héraði, sem er í undirbúningi með aðkomu íslenskra aðila.
More
06.12.2013

Þrír Rússar heiðraðir

Þrír Rússar heiðraðir Í jólafagnaði Íslendinga og Íslandsvina í Moskvu voru þrír einstaklingar sérstaklega heiðraðir fyrir framlag þeirra til þess að kynna íslenska menningu og tungumál í Rússlandi.
More
WebComponents:Control EditorComponent="false" runat="server" GroupIds="58,66" Src="~/Resources/files/1/e/embassy-article-paging.ascx" />


Inspired by Iceland