Fundarboð Íslendingafélagsins í Osló

Aðalfundur Íslendingafélagins í Osló verður haldinn mánudaginn 26. mars næstkomandi kl.: 18.00 í húsnæði íslenska safnaðarins, Arbeidersamfunnets pl. 1, 5 hæð, 0181 Osló.

Boðið verður uppá kaffi og kökur á fundinum. Dagskrá fundar verður auglýst síðar á heimasíðu félagsins. Íslendingum í Osló hefur farið ört fjölgandi seinustu ár og við vonum að ferskir og öflugir kraftar bjóði sig fram í stjórn félagsins til að halda uppi starfi og upplýsingaþjónustu þeirri, sem vænst er af Íslendingafélaginu. Ef þú finnur kallið er ekki eftir neinu að bíða ! Hafðu samband við okkur í gegnum emailið okkar: isioslo@gmail.com

Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir ári síðan, náðist ekki að manna allar þær stöður og nefndir á vegum félagsins sem félagið heldur út. Það hefur því litað starf þess í ár. Margar hendur vinna létt verk. 

Video Gallery

View more videos