Börn fædd í Noregi - ríkisborgararéttur

Sé barn sem fætt í Noregi og báðir foreldrar þess eru íslenskir ríkisborgarar, þá á barnið ekki kost á því að verða norskur ríkisborgari við fæðingu (hægt er að sækja um það síðar, sjá upplýsingar hér). Þá verður barnið íslenskt en foreldrar bera ábyrgð á því að tilkynna fæðingu barnsins til Þjóðskrár og fá úthlutaðri íslenskri kennitölu.

Skráning barns í Þjóðskrá: http://skra.is/Thjodskra

Allar almennar upplýsingar um íslenskan ríkisborgararétt:  http://www.innanrikisraduneyti.is/raduneyti/starfssvid/rikisborgaramal/almennt/

Almennt er tvöfaldur ríkisborgararéttur ekki leyfður af norskum yfirvöldum en þar eru þó nokkrar undantekingar á. Upplýsingar um tvöfaldan ríkisborgararétt frá norskum yfirvöldum http://www.udi.no/Sentrale-tema/Statsborgerskap/Dobbelt-statsborgerskap/

 

Ökuskírteini

Bent er á að ætlast er til að Íslendingar sem eru með fasta búsetu erlendis, þ.e.a.s. búnir að búa í meira en 6 mánuði í landinu, leggi inn íslenska ökuskírteinið og fái útgefið skírteini þess lands í staðinn. Það eru lögregluyfirvöld í viðkomandi landi sem óska eftir þessu. Ökuskírteinið er því lagt inn hjá embættinu sem gefur út nýtt skírteini og sér það embætti um að senda ökuskírteinið til Íslands. Ef Íslendingur hefur tapað sínu íslenska ökuskírteini þarf hann að panta staðfestingu á ökuréttindum sínum frá Sýslumanninum í Kópavogi áður en hægt er að sækja um ökuskírteini í Noregi.

Sýslumaðurinn í Kópavogi

Þegar búið er að fá staðfestingu á ökuréttindum í hendur, þá skal snúa sér til næstu Trafikkstasjon til að sækja um norskt ökuskírteini. 

Statens vegvesen

Hægt er að sækja um endurnýjun á íslensku ökuskírteini í sendiráðinu í Osló. Umsókninni þarf að fylgja svokallað kennispjald, sem útvega þarf frá Ríkislögreglustjóra. Nauðsynlegt er að hringja í sendiráðið fyrirfram, gefa upp nafn og íslenska kennitölu og biðja sendiráðið að útvega kennispjaldið. Fylla þarf út umsókn í sendiráðinu, en henni þarf að fylgja ein nýleg mynd af umsækjenda. Sé umsækjandi með meirapróf, þarf viðkomandi að sækja sér læknisvottorð hjá sínum heimilislækni áður en komið er í sendiráðið að sækja um nýtt ökuskirteini.

Almennt gjald fyrir ökuskírteini er NOK 290. Það skal greiða fyrirfram í banka/netbanka inn á reikning sendiráðsins nr.: 6074 06 32704 í Nordea Bank . Ekki er tekið við greiðslukortum í sendiráðinu. Afgreiðslutími ökuskírteinis er um fjórar vikur.

Tapað ökuskírteini í Noregi (síða Vegvesenet)

Skipta út ökuskírteini annars EES-lands fyrir norskt  (síða Vegvesenet)

Almennt um ökuskírteini á Íslandi  (síða Sýslumannsins í Kópavogi)

Hvernig breyti ég nafninu mínu 

Nafnbreytingar: Ef umsækjandi hefur tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt á einhvern hátt nafni sínu þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til Þjóðskrá. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa þó makar taki upp nafn hvors annars til dæmis við hjónavígslu í Noregi.
 
Hafi nafnbreyting þegar gengið í gegn í norskri þjóðskrá (Folkeregistret), þá er best að hafa afrit af þeirri skráningu tiltæka fyrir íslenska þjóðskrá. 
 
Umsækjendum er bent á að sannreyna að nafn þeirra sé skráð í Þjóðskrá eins og óskað er að það komi fram í vegabréfi, sé ástæða til að ætla að um misræmi gæti verið að ræða.
 

Þarf vegabréf til að ferðast á milli Norðurlandanna:

Í ljósi samkomulags um norrænt vegabréfafrelsi, má líta sem svo á að vegabréf séu ekki nauðsynleg í ferðum milli Norðurlandanna og því ættu önnur persónuskilríki og gögn að duga samkvæmt því.  Hvað gögn varðar má t.d. nefna fæðingarvottorð barns. Hins vegar er öllum ríkjum heimilt að krefjast vegabréfa, ef sérstakar aðstæður kalla á aukið öryggiseftirlit.  Það er því eindregið mælt með því að foreldrar eða forsjármenn barna afli vegabréfa fyrir þau áður en lagt er upp í ferðir til Norðurlandanna, til að tryggja að ekki komi upp vandamál við komu og brottför, hvort heldur er hér heima eða erlendis. (Heimild:  Lögreglan: Spurt og svarað – vegabréf )
 
Athygli er vakin á því á að það getur tekið um mánuð eftir fæðingu barns að fá afgreitt fæðingavottorð frá norsku þjóðskránni.
Aðrar upplýsingar um vegabréf fyrir börn og/eða ferðalög innan Norðurlanda:

 

Sakavottorð

Sótt er um íslensk sakavottorð hjá sýslumönnum á Íslandi, sjá frekari upplýsingar hjá http://www.syslumenn.is/utanrvk/leyfi_skirteini/sakavottord/

 Inspired by Iceland