Leiðbeiningar um íslensk vegabréf

Efnisyfirlit

 

Umsókn um íslenskt vegabréf

Afgreiðsla sendiráðsins er opin alla virka daga frá kl.10 til 15 og afgreiðsla vegabréfa er samkv. samkomulagi á afgreiðslutíma sendiráðsins. 

Vinsamlega pantið tíma hjá sendiráðinu fyrirfram í síma 23 23 75 30.

Þegar sótt er um vegabréf þarf að sýna eftirfarandi gögn:

  • Eldra vegabréf
  • Sjá upplýsingar um sérstakar reglur fyrir 18.ára og yngri (sjá neðar)

Umsækjandi þarf að koma í sendiráðið í eigin persónu þar sem lífkennamynd er tekin af viðkomandi á staðnum. Þar með er óþarfi að koma með passamynd. Umsækjendur yfir 10 ára þurfa að vita hæð sína.

Gjald fyrir vegabréf er NOK 940 fyrir 18-66 ára en NOK 430 fyrir aðra. Hægt er greiða á staðnum með norsku debetkorti, ekki er tekið við kreditkortum né íslenskum debetkortum.

Vegabréfin eru útbúin á Íslandi og póstsend á heimilisfang umsækjanda. Frekari upplýsingar er hægt að finna hér. Vegabréfin eru ekki send með ábyrgðapósti.

Hægt er að sækja um skyndiútgáfu á vegabréfi og þá er tekið hærra verð (NOK 1.850) fyrir afgreiðsluna, þá er vegabréfið útbúið samdægurs á Íslandi og póstsent á heimilsfang umsækjanda, hægt er að reikna með að fá vegabréfið innan 2 - 4 virkra daga.

Leyfilegt er að koma með mynd af umsækjanda á USB lykli, myndin þarf að vera tekin hjá ljósmyndara, ekki er leyfilegt að koma með mynd að heiman. Ekki er leyfilegt að átt hafi verið við myndina. Myndin verður að vera minnst 600x800 pixlar að stærð og með 300 dpi, andlitið verður vísa beint fram og þekja um 70-80% af breidd myndarinnar og myndin verður að vera yngri en 6 mánaða gömul. 

Vegabréf fyrir 18 ára og yngri

Þegar sótt er um vegabréf fyrir barn yngra en 18 ára eiga báðir forsjármenn að mæta, ásamt barni, til þess að sækja um vegabréfð. Báðir forsjármenn þurfa að skrifa undir þar til gert skjal til að samþykkja útgáfu vegabréfsins. Ef annar forsjármaður barns getur ekki mætt skal hann rita samþykki sitt á skjalið sem þarf þá vottun tveggja einstaklinga yfir 18 ára. Einnig þarf að fylgja afrit af skilríkjum þar sem fram kemur mynd, kennitala og ríkisfang.

Fari aðili einn með forsjá barns er undirskrift hans nægjanleg vegna umsóknar um vegabréf og staðfestir Þjóðskrá Íslands að viðkomandi fari einn með forsjá. Sé viðkomandi búsettur erlendis þarf staðfestingu frá þjóðskrá í búsetulandi. Sjá frekari upplýsingar á heimasíðu Þjóðskrár á Íslandi.

Barn sem fætt er erlendis og hefur ekki fengið útgefið vegabréf áður, þarf að hafa verið skráð sem íslenskur ríkisborgari í Þjóðskrá og fengið úthlutað kennitölu. Meðferðis þarf að hafa fæðingavottorð barnsins og upplýsingar um íslenska kennitölu.

Umsókn um íslenskan ríkisborgararétt fyrir barn fætt erlendis eftir 1. október 1998, sem á íslenskan föður, sem ekki var í hjúskap með móður við fæðingu barns, þarf að sækja um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Hér má nálgast þá umsókn.

Leyfilegt er að koma með mynd af umsækjanda á USB lykli, myndin þarf að vera tekin hjá ljósmyndara, ekki er leyfilegt að koma með mynd að heiman. Ekki er leyfilegt að átt hafi verið við myndina. Myndin verður að vera minnst 600x800 pixlar að stærð og með 300 dpi, andlitið verður vísa beint fram og þekja um 70-80% af breidd myndarinnar og myndin verður að vera yngri en 6 mánaða gömul. 

Nafnbreytingar

Ef umsækjandi hefur tekið upp nýtt eftirnafn eða breytt á einhvern hátt nafni sínu þarf að vera búið að ganga frá tilkynningu um slíkt til Þjóðskrá. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa þó makar taki upp nafn hvors annars til dæmis við hjónavígslu í Noregi.

Umsækjendum er bent á að sannreyna að nafn þeirra sé skráð í Þjóðskrá eins og óskað er að það komi fram í vegabréfi, sé ástæða til að ætla að um misræmi gæti verið að ræða.

 

Gjaldskrá sendiráðsins

18-66 ára:

Passa teg.   Verð
Vegabréf   940
Skyndiútgáfa   1.850
Neyðarvbr.   470
     

 

 

 

 

Aðrir:

Passa teg.   Verð
Vegabréf   430
Skyndiútgáfa   840
Neyðarvbr.   210
     

 

 

 

 

Upplýsingar um afhendingartíma vegabréfa má finna á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.

 

 

Neyðarvegabréf

 Að gefnu tilefni er eftirfarandi ítrekað: “Í ársbyrjun 2009 voru hertar reglur um útgáfu neyðarvegabréfa. Nú er ekki lengur næg ástæða að hafa gleymt vegabréfinu heima eða gleymt að endurnýja það. Þeim sem eru á leið í utanlandsferð er vinsamlegast bent á að endurnýja vegabréf sín tímanlega fyrir brottför, geyma þau á vísum stað og ganga úr skugga um að þau séu meðferðis áður en lagt er af stað heiman frá.” Tekið af heimasíðu Þjóðskrár

 

Þarf vegabréf til að ferðast á milli Norðurlandanna

Ísland er aðili að Schengen samkomulaginu og norræna vegabréfaeftirlitssamningnum um afnám vegabréfaskoðunar við landamæri milli Norðurlandanna en kjarni beggja er m.a að tryggja frjálsa för einstaklinga um innri landamæri samstarfsríkjanna. Þess er hins vegar krafist að þeir sem þar ferðast hafi meðferðis gild persónuskilríki til að þeir geti sannað á sér deili. Þá geta flugfélög krafist þess að farþegar sýni vegabréf við innskráningu og einstök ríki geta hert reglur um vegabréfaeftirlit tímabundið. Því er ekki hægt að tryggja að ferðalangar komist á leiðarenda nema með gild vegabréf og er ferðalöngum eindregið ráðið frá því að treysta á önnur skilríki en vegabréf þegar farið er á milli landa. Ökuskírteini sýnir t.d ekki fram á íslenskt ríkisfang.

Íslenskir ríkisborgarar skulu ávallt hafa vegabréf meðferðis þegar ferðast er til og frá Íslandi þar sem vegabréf eru einu gildu íslensku ferðaskilríkin. Athugið að framlengd vegabréf teljast ekki lengur gild ferðaskilríki. (Heimild:  Utanríkisráðuneytið: Gátlisti fyrir ferðalög (kafli 3: Vegabréf) http://www.utanrikisraduneyti.is/borgarathjonusta/ferdalagid/ )

Athygli er vakin á því á að það getur tekið um mánuð eftir fæðingu barns að fá afgreitt fæðingavottorð frá norsku þjóðskránni.

Aðrar upplýsingar um vegabréf fyrir börn og/eða ferðalög innan Norðurlanda:

 

ATH þeir sem hyggjast ferðast utan EES verða að hafa vegabréf sem gilda í a.m.k 6 mánuði frá áætluðum ferðalokum. 

Þjónusta ræðismanna

Vakin er athygli á því að ræðismenn geta ekki lengur tekið við umsóknum um vegabréf.

Ræðismenn geta eftir sem áður haft milligöngu um útgáfu neyðarvegabréfa eftir því sem við á í sérstökum neyðartilfellum. 

 

Glatað vegabréf

Glatist vegabréf er mikilvægt að tilkynna það við fyrsta tækifæri, vinsamlega fyllið út tilheyrandi eyðublað sem má finna hér og sendið til sendiráðsins emb.oslo@mfa.is

 

Eyðublöð 

Aðrar upplýsingar varðandi vegabréf

Video Gallery

View more videos