Aðstoðarmál

Sendiráð Íslands leggur lið bæði þeim Íslendingum sem búsettir eru í Noregi, námsmönnum og ferðamönnum.
 
Aðstoð sendiráðsins getur verið með ýmsum hætti. Algengast er að fólk leyti til sendiráðsins vegna samskipta við hin ýmsu stig norskrar stjórnsýslu, svo og vegna útgáfu vegabréfa, neyðarvegabréfa, ökuskírteina o.þ.h.
 
Verkefni borgaraþjónustu eru eins misjöfn og þau eru mörg. Þó þau verði ekki talin upp með tæmandi hætti má segja að þeim séu sett ákveðin mörk. Hafa ber í huga að hér er um að ræða aðstoð til íslenskra ríkisborgara, sem að mörgu leyti felst í því að leiðbeina þeim svo þeir geti leyst mál sín sjálfir.
 
Það skal tekið fram að sendiráðið veitir enga fjárhagsaðstoð af nokkru tagi.

Video Gallery

View more videos