03.05.2013

Future of Hope sýnd laugardaginn 4. maí

Future of Hope sýnd laugardaginn 4. maí Laugardaginn 4. maí sýnir Oslo Spirituelle Filmklubb myndina Future of Hope. Myndin er heimildarmynd sem kom út árið 2010, þar sem rætt er við nokkra Íslendinga um land og þjóð. Meðal annars er rætt um náttúruna, umhverfið og stóriðju. Á meðal viðmælenda eru Vigdís Finnbogadóttir, Andri Snær Magnason og fleiri.
More
30.04.2013

Sendiráðið verður lokað 1. maí

Sendiráðið verður lokað 1. maí Sendiráð Íslands í Osló verður lokað miðvikudaginn 1. maí 2013 vegna opinbers frídags, frídagur verkalýðsins. Við minnum á að utan opnunartíma er ávalt hægt að hringja í neyðarnúmer utanríkisráðuneytisins sem er + (354) 545 9900. Sendiráðið opnar aftur fimmtudaginn 2. maí klukkan 10.
More
23.04.2013

Sendiráðið verður lokað sumardaginn fyrsta

Sendiráðið verður lokað sumardaginn fyrsta Sendiráð Íslands í Osló verður lokað fimmtudaginn 25. apríl 2013 vegna opinbers frídags á Íslandi, sumardagurinn fyrsti. Við minnum á að utan opnunartíma er ávalt hægt að hringja í neyðarnúmer utanríkisráðuneytisins sem er + (354) 545 9900. Sendiráðið opnar aftur föstudaginn 26. apríl klukkan 10. Gleðilegt sumar!
More
19.04.2013

Laus störf hjá ráðuneytinu

Laus störf hjá ráðuneytinu Utanríkisráðuneytið auglýsir starfsnám í utanríkisþjónustunni. Markmið starfsnámsins er að gefa ungu fólki sem er að hefja starfsferil sinn færi á að kynnast störfum utanríkisþjónustunnar. Starfsnámið er ætlað fólki sem hefur lokið BA/BS-gráðu og er í, hyggur á, eða hefur nýlokið meistaranámi í grein sem tengist málefnasviði utanríkisþjónustunnar.
More
17.04.2013

Ertu ung/-ur og í atvinnuleit í Noregi?

Ertu ung/-ur og í atvinnuleit í Noregi? Starfakynning og ráðstefna um atvinnumál ungs fólks á Norðurlöndunum. Tími: mánudagurinn 22. apríl kl. 9 - 16 Staður: Voksenåsen ráðstefnumiðstöð, Ullveien 4 Skráning: mikael.klingberg@voksenaasen.no fyrir 19. apríl
More
11.04.2013

Hvar og hvenær er hægt að kjósa

Hvar og hvenær er hægt að kjósa Í sendiráði Íslands í Osló, Stortingsgata 30, er hægt að kjósa milli kl. 13 og 15 alla virka daga fram að kosningum. Til viðbótar verður opið fyrir kosningar í sendiráðinu fimmtudaginn 18. apríl frá kl. 13:00 til 18:00 og mánudaginn 22. apríl frá kl. 13:00 til 20:00.
More
04.04.2013

Baltasar Kormákur kemur til Oslóar til að frumsýna Djúpið

Baltasar Kormákur kemur til Oslóar til að frumsýna Djúpið Sérstök frumsýning á kvikmynd Baltasars Kormáks Djúpinu verður í Gimle bíóhúsinu þann 8. apríl klukkan 17:30. Baltasar mun vera á staðnum og taka á móti gestum. Áður en sýningin hefst mun Christian Berg spjalla við leikstjórann um myndina og gerð hennar.
More
04.04.2013

"It is very unique. I haven't seen anything like this before"

Tom Cruise var á Íslandi við tökur á nýjustu kvikmynd sinni Oblivion. Hann varð mjög hrifinn af Ísland og náttúrunni. Framleiðendur myndarinnar gerðu myndband þar sem þú getur fylgst með tökum á Íslandi í einn dag.
More
03.04.2013

Frumkvöðlavika í Osló

Frumkvöðlavika í Osló Dagana 22., 23. og 25. apríl verður haldin frumkvöðlavika í Osló á vegum Oslóarborgar. Þessi viðburður er sniðinn fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér á norskum markaði. Fyrirlestrarnir eru frá 17 - 20 öll kvöldin og fara allir fram á ensku.
More
22.03.2013

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Myndböndunum er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundar-atkvæðagreiðslu framkvæmdina
More
20.03.2013

Styrkur til Noregsfarar

Styrkur til Noregsfarar Þjóðhátíðargjöf Norðmanna er styrktarsjóður sem úthlutar uppsöfnuðum vöxtum að þjóðargjöf Noregs til íslensku þjóðarinnar í tilefni af 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974. Styrkir voru fyrst veittir úr sjóðnum árið 1976. Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 279/1975. Með breytingu nr. 988/2009.
More
20.03.2013

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar á íslensku og ensku. Myndböndunum er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundaratkvæðagreiðslu framkvæmdina.
More
14.03.2013

Skýrsla um þróun efnahagsmála send ESB

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skýrslu um íslensk efnahagsmál (Pre-Accession Economic Programme). Skýrslan er hluti af undirbúningi aðildarumsóknar og verður sambærilegri skýrslu skilað árlega á meðan á því ferli stendur. Skýrslan er skrifuð samkvæmt sniðmáti Evrópusambandsins og ætlað að auðvelda umsóknarríkjunum að taka þátt í efnahagssamstarfi sambandsins ef af inngöngu verður.
More
14.03.2013

Árleg skýrsla ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál

Árleg skýrsla ráðherra um utanríkis- og alþjóðamál Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur lagt fram árlega skýrslu sína um utanríkis- og alþjóðamál til Alþingis. Skýrslan er hin fimmta sem ráðherra leggur fram frá því að hann tók við embætti í byrjun árs 2009.
More
06.03.2013

Hljómsveitin Sykur með þrenna tónleika í Noregi

Hljómsveitin Sykur með þrenna tónleika í Noregi Hljómsveitin Sykur kemur til Noregs í mars og heldur þrenna tónleika víðavegar um landið. Bergen 14. mars, Stord 15. mars og Osló 16. mars.
More
05.03.2013

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin Í sendiráðinu í Osló verður hægt að kjósa alla virka daga fram að kosningum milli kl. 13 og 15, sérstakir kjördagar með lengdum opnunartíma verða svo í vikunni fyrir kosningar, frekari upplýsigar koma síðar.
More
05.03.2013

Nordic Black Theatre kynnir: Motown Revisited !

Nordic Black Theatre kynnir: Motown Revisited ! Á sviðið mæta 3 Raddir og Beatur frá Íslandi og ljóðskáldið Taro Vestøl Cooper og ferðast um Motown með söngvum, dansi, leik og taktkjafti.
More
11.02.2013

Kynningarfundir EURES fyrir atvinnuleitendur

EURES bíður þá sem nýlega eru komnir til Osló og vantar upplýsingar um húsnæði og vinnu í Noregi að mæta á upplýsingarfundi.
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More


Inspired by Iceland