03.01.2014

Breyting á verðskrá

Breyting á verðskrá VERÐLISTI FRÁ 1. JAN 2014 Reikningur sendiráðsins nr.: 6074.06.32704 í Nordea Bank.
More
20.12.2013

Sendiráðið verður lokað um hátíðirnar

Sendiráðið verður lokað um hátíðirnar Sendiráðið verður lokað um hátíðirnar, frá og með 24. desember. Við opnum aftur á nýju ári fimmtudaginn 2. janúar. Á Þorláksmessu verður afgreiðslutími frá 10 - 13.
More
04.12.2013

Breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Breytingar á lögum um íslenskan ríkisborgararétt Með lögum nr. 40 frá 7. júní 2012 samþykkti Alþingi breytingu á lögum nr. 100/1952 um íslenskan ríkisborgararétt og varða þær helst fyrrum íslenska ríkisborgara, sem búsettir eru erlendis.
More
03.12.2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 Frú Vigdís Finnbogadóttir, hlaut í gær tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Osló. Vigdís er þekkt fyrir starf sitt í þágu tungumála og er velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
More
02.12.2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013. Verðlaunin verða afhent í Osló í dag, 2. desember. "Foreningen Norden mener prisvinneren har «en unik evne til å vise vei både fremover og bakover, å balansere historie og kulturarv med innovasjon, og drive språkvern og videreutvikling parallelt. At en politiker prioriterer språk er prisverdig i seg selv. Gjennom hele sitt virke har Vigdís stått som et fyrtårn innen nordisk språkpolitikk»."
More
15.11.2013

Oslo Seafood Seminar

Sjávarútvegsráðherra Íslands var meðal framsögumanna á Oslo Seafood Seminar sem haldið var í Osló í gær 14. nóvember
More
14.11.2013

Jólaferðalagið

Jólaferðalagið Jólin nálgast óðfluga og margir Íslendingar sem fara í ferðalag um jólin, hvort sem það er heim til Íslands að hitta fjölskyldu og vini eða að upplifa jólin á nýjum stað. Það eru nokkrir hlutir sem hafa ber í huga við slík ferðlög. Til dæmis er gott að athuga hvort að vegabréfið þitt sé nokkuð glatað eða útrunnið.
More
05.11.2013

Seafood seminar

Seafood seminar Seafood seminar i Oslo 14.november 2013 Norsk-islandsk handelskammer inviterer til Seafood seminar i Oslo 14.november fra kl. 14 til 18:30. Det blir mange spennende temaer og førsteklasses foredragsholdere blant annet Islands fiskeriminister Sigurdur Ingi Johannsson.
More
21.10.2013

Nordisk filmhelg på Filmens Hus 26. - 27. oktober

Nordisk filmhelg på Filmens Hus 26. - 27. oktober Nordisk filmhelg på Filmens Hus 26. - 27. oktober I forkant av at Nordisk råd deler ut Nordisk råds filmpris 30.10 i Operaen, arrangerer Norsk filminstitutt Nordisk filmhelg på Filmens hus lørdag og søndag 26.-27. oktober. Da vises alle de nominerte filmene: Jakten (DK), Dypet (IS), Spise sove dø (SE), Open Up to Me (FI) og Som du ser meg (NO). Mellom visningene serveres det forfriskninger og hver av filmene vil ha innledninger og Q&As med folk fra både foran og bak kamera. Billettprisen er 50 kr for hver film, eller 200 kr for alle fem filmene. Serveringen mellom filmene er gratis. Forhåndssalg av billetter foregår her (kjøp for hver enkelt film).
More
10.10.2013

Afgreiðsla sendiráðsins lokuð

Afgreiðsla sendiráðsins lokar kl. 12:30 mánudagin 14. október.
More
30.08.2013

Jón Kalman Stefánsson

Jón Kalman Stefánsson Forlagið Press gefur bækurnar, á norsku, eftir Jón Kalman Stefánsson. Þann 29. ágúst var gefin út bókin Hjarta mannsins, Menneskets hjerte, í þýðingu Tone Myklebost. Jón tekur þátt í bókmenntahátíðinni Bjørnsonfestival í Molde 30. ágúst kl. 20. Mun Siv Gørli Brandtzæg ræða við Jón um verk hans.
More
28.08.2013

Breyttur afgreiðslutími vegabréfa

Breyttur afgreiðslutími vegabréfa Frá og með 16. september 2013 verður afgreiðslutími vegabréfa ein vika. Það þýðir að vegabréf sem sótt er um á t.d. mánudegi verður póstlagt næsta mánudag, sótt um á þriðjudegi verður póstlagt næsta þriðjudag o.s.frv. Ath. Ef frídagar eru á tímabilinu þá lengist tíminn sem þeim nemur. Þetta á við um þær umsóknir sem koma innan 16. september og eftir það þangað til annað verður tilkynnt.
More
22.08.2013

Stjórnvöld harma mannfall í Egyptalandi og fordæma ofbeldisverk

Stjórnvöld harma mannfall í Egyptalandi og fordæma ofbeldisverk Íslensk stjórnvöld harma mannfall það sem orðið hefur undanfarnar vikur í Egyptalandi og hvetja valdhafa til að sýna stillingu í aðgerðum gegn mótmælendum. Ísland fordæmir öll ofbeldisverk. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ritaði í dag Nabil Fahmy, utanríkisráðherra Egyptalands, bréf þar sem hann lýsir áhyggjum sínum vegna ástandsins í Egyptalandi. Gunnar Bragi segir í bréfi sínu að virða beri lýðræðisvilja borgara Egyptalands.
More
20.08.2013

Afgreiðsla sendiráðsins lokuð

Afgreiðsla sendiráðsins verður lokuð frá kl. 10 - 13 föstudaginn 23. ágúst.
More
19.08.2013

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga

Yfirlýsing ríkisstjórnar Íslands vegna hótana Evrópusambandsins í garð Færeyinga og Íslendinga Á undanförnum mánuðum hefur Evrópusambandið (ESB) ítrekað hótað að beita þvingunaraðgerðum gegn Íslandi og Færeyjum í því skyni að ná betri stöðu í samningaviðræðum um stjórnun veiða úr sameiginlegum fiskistofnum. Þessi háttsemi brýtur í bága við ýmsar skuldbindingar samkvæmt hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna og almennum reglum þjóðaréttar, einkum skuldbindingu strandríkja til að koma sér saman um ráðstafanir sem tryggi vernd og þróun sameiginlegra stofna. Slíkar aðgerðir myndu enn fremur stangast á við skuldbindingar ESB samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) og, að því er Ísland varðar, samkvæmt EES-samningnum.
More
07.08.2013

Of Monsters and Men i Osló

Of Monsters and Men i Osló Of Monsters and Men eru að spila í Osló fimmtudaginn 8. ágúst, tónleikarnir eru partur af Øyafestivalen sem haldin er árlega í Middelalderparken í Osló. Hljómsveitin hélt tónleika í Osló haustið 2012 og seldist upp á tónleikana. Miðar á tónlistarhátíðina eru uppseldir en fyrir þá sem eiga miða þá ættu þeir ekki að láta þessa hljómsveit fram hjá sér fara á morgun, þau spila klukkan 15:50 á Enga sviðinu.
More
26.07.2013

Lokað á milli 12 og 14 í dag

Föstudaginn 26. júlí verður afgreiðslutími sendiráðsins frá 10 - 12 og 14 -15.
More
22.07.2013

Frídagur verslunarmanna / Ambassaden stengt mandag 5. august

Frídagur verslunarmanna / Ambassaden stengt mandag 5. august Sendiráðið er lokað mánudaginn 5. ágúst vegna frídags verslunarmanna. Ambassaden er stengt mandag 5. august på grunn av fridag på Island. The Embassy is closed Monday 5. August due to an official holiday in Iceland.
More
04.07.2013

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Egyptalandi

Ferðaviðvörun vegna ástandsins í Egyptalandi Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Egyptalands, að frátöldum ferðamannastöðum við Rauðahaf, vegna ótryggs ástands þar í landi. Ráðuneytið fylgist með þróun mála og ráðleggur fólki eindregið að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja t.d. norrænu ríkjanna, sem eru með sendiráð í landinu. Þeir sem staddir eru í Egyptalandi eða þurfa að ferðast þangað í náinni framtíð eru beðnir um að skrá sig hjá Borgaraþjónustu ráðuneytisins.
More


Inspired by Iceland