21.04.2015

Lengdur framleiðslutími á vegabréfum

Lengdur framleiðslutími á vegabréfum Frá og með 1. maí 2015 verður framleiðslutími vegabréfa 13 virkir dagar, þ.e.a.s. vegabréfin fara í póst á 13. virka degi frá því að sótt var um. Umsóknardagurinn er fyrsti dagur. Sjá meðfylgjandi töflu.
More
20.04.2015

Sendiráðið verður lokað sumardaginn fyrsta

Sendiráðið verður lokað sumardaginn fyrsta Sendiráð Íslands í Osló verður lokað fimmtudaginn 23. apríl 2015 vegna opinbers frídags á Íslandi, sumardagurinn fyrsti. Við minnum á að utan opnunartíma er ávalt hægt að hringja í neyðarnúmer utanríkisráðuneytisins sem er + (354) 545 9900. Sendiráðið opnar aftur föstudaginn 24. apríl klukkan 10.
More
18.12.2014

Opnunartími í sendiráðinu um hátíðirnar

Opnunartími í sendiráðinu um hátíðirnar Sendiráðið verður lokað um hátíðirnar, frá og með 24. desember. Við höfum opið milli jóla og nýárs, mánudaginn 29.desember og þriðjudaginn 30. desember. Opnum svo aftur á nýju ári 2. janúar. Á Þorláksmessu verður afgreiðslutími frá 9 - 12.
More
09.12.2014

Norrænu tungumálaverðlaunin veitt í fimmta sinn

Norrænu tungumálaverðlaunin veitt í fimmta sinn Norrænu tungumálaverðlaunin 2014 koma í hlut norska leikarans Jakob Oftebro og voru þau afhent honum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Norræna félagsins í Osló í gær að viðstöddu fjölmenni. Eins og kunnugt er, hreppti frú Vigdís Finnbogadóttir verðlaunin fyrir ári.
More
01.12.2014

Norðmenn gjalda gjöf við gjöf

Norðmenn gjalda gjöf við gjöf Eitt merkasta framlag Íslendings til söguþekkingar á Norðurlöndum er nú í fyrsta skipti komið út á norrænni tungu. Bókaforlagið Sagabok hefur gefið út á norsku Noregssögu Þormóðs Torfasonar, sem skrifuð var á latínu og prentuð 1711. Ritverkið, sem er meira en 4000 blaðsíður að lengd, er í sjö bindum og birtist hið fyrsta þeirra á norsku 2008. Verkið geymir m.a. sameiginlegan söguarf Íslands og Noregs frá upphafi, en það var fyrsta samfellda Noregssagan sem tekin hafði verið saman frá því Snorri Sturluson skrifaði Heimskringlu á þrettándu öld.
More
25.11.2014

Einn stórvirkasti sagnaritari Norðurlanda kemur út á norsku

Einn stórvirkasti sagnaritari Norðurlanda kemur út á norsku Hátiðarsamkoma fór fram í norsku Þjóðarbókhlöðunni í gær í tilefni af því að Noregssaga Þormóðs Torfasonar er loks komin út í sjö bindum. Athöfnin fór fram að viðstöddum konungi, Haraldi V., menningarmálaráðherra Noregs, Thorhild Widvey, sendiherrum Íslands og Danmerkur, aðalritstjóra, útgefanda og um eitt hundrað öðrum gestum.
More
13.11.2014

Á undan Haraldarlofi kom Hákonslof

Á undan Haraldarlofi kom Hákonslof Komið hefur í ljós að íslenskur sendierindrekii færði Noregskonungi kveðju í bundnu máli árið 1952. Þáverandi sendherra, Bjarni Ásgeirsson, sendi þá Hákoni VII kveðjubrag á afmælisdegi konungs, 3. ágúst. Í fyrstu stöku kvæðisins stendur:
More
10.11.2014

Íslendingasögurnar færðar Noregskonungi

Íslendingasögurnar færðar Noregskonungi Íslendingasögurnar, 40 sögur og 49 þættir, voru nýlega endurútgefnar í norskri þýðingu, samtals 2.500 blaðsíður í 5 bindum. Saga forlag gefur bækurnar út, en sögurnar birtast samtímis á norsku, dönsku og sænsku. Þetta eru fyrsta heildarútgáfa sagnanna í Noregi og raunar í fyrsta sinn sem sumar þeirra eru þýddar á norsku.
More
05.11.2014

"Reykjavíkurtréið" fellt í Osló

Oslóartréð, jólagjöf borgarinnar til Reykjavíkur, var fellt við hátíðlega athöfn í Östmarka í Osló í dag.
More
07.10.2014

Orgeltónleikar í Uranienborg kirkju í Osló

Orgeltónleikar í Uranienborg kirkju í Osló Björn Steinar Sólbergsson organisti í Hallgrímskirkju heldur tónleika í Uranienborg kirkju þann 10. október kl. 19. Á linknum sem fylgir fréttinni er hægt að skoða dagskrá tónleikanna og lesa meira um Björn Steinar Sólbergsson.
More
02.09.2014

Nálægðin við Vestur-Noreg

Nálægðin við Vestur-Noreg Íslandsdagar, sem haldnir voru að frumkvæði heimamanna í Björgvin fyrr á þessu ári, voru kærkomið tækifæri til að rifja upp hin sterku bönd sem tengt hafa Íslendinga og ættingja þeirra á vesturströnd Noregs frá fornu fari. Samskiptin við Vestur-Noreg eiga sér vart hliðstæðu, nema ef vera skyldi við afkomendur íslenskra innflytjenda í Vesturheimi, en þau samskipti eru þó sögulega séð mun nýrri af nálinni. Stór hluti þjóðarinnar rekur uppruna sinn til Vestur-Noregs, auk þess sem margvísleg og náin samskipti héldust lengi fram eftir öldum.
More
20.08.2014

Krossgötur í Dyflinni

Krossgötur í Dyflinni Um Dyflinni liggja forvitnilegar krossgötur írskrar, norskrar og íslenskrar menningar. Á árinu er þess minnst að þúsund ár liðin frá Brjánsbardaga, sem talinn er marka endalok yfirráða víkinga á Írlandi. Bardaginn var háður á föstudaginn langa 1014, á Nautsakri (Clontarf) í norðurhluta Dyflinnar, en þar tókust á herir undir forystu yfirkonungs Íra, Brjáns Borumha, og leiðtoga víkinga og írskra smáhöfðingja, Sigtryggs Silkiskeggs. Áætlað er að um 10,000 manns af 14.500 kunni að hafa legið í valnum eftir bardagann. Brjánn hafði sigur, en varð að gjalda fyrir með lífi sínu. Sigtryggur sat áfram í Dyflinni, en neyddist til að votta nýjum yfirkonungi Íra, Máel Sechnaill, hollustu sína. Sextán árum eftir bardagann, hóf Sigtryggur að byggja dómkirkjuna, Kristsskirkju, á bökkum Liffey. Hann varð brottrækur frá Dyflinni árið 1036.
More
01.08.2014

Demantar og duft í Tehran

Demantar og duft í Tehran Í Ferhendum tjaldarans, ljóði eins frægasta skálds Persa, Ómars Kajams, á seinni hluta 11. aldar, má finna eftirfarandi ljóðlínur, í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar: Ó, njótum sumars fyrir feigðarhaust, er frostköld, háðsleg gellur dauðans raust: Hverf duft til dufts! Í dufti hófið mitt helst drykklaust, sönglaust, gestlaust endalaust!
More
01.08.2014

Frídagur verslunarmanna / Ambassaden stengt mandag 4. august

Frídagur verslunarmanna / Ambassaden stengt mandag 4. august Sendiráðið er lokað mánudaginn 4. ágúst vegna frídags verslunarmanna. Ambassaden er stengt mandag 4. august på grunn av fridag på Island. The Embassy is closed Monday 4. August due to an official holiday in Iceland.
More
16.06.2014

17. júní / Ambassaden stengt tirdag 17. juni

17. júní / Ambassaden stengt tirdag 17. juni Sendiráðið er lokað þriðjudag 17. júní vegna þjóðhátíðardags Íslands. Ambassaden er stengt tirdag 17. juni på grunn Islands nasjonaldag. The Embassy is closed Tuesday 17. June due to an Icelandic National Day .
More
21.05.2014

Nú er tíð að vakna: Kristján Friðrik og sjálfstæðisbarátta Noregs og Íslands

Nú er tíð að vakna:  Kristján Friðrik og sjálfstæðisbarátta Noregs og Íslands Á norska þjóðhátíðardaginn, 17. maí sl. voru liðin tvö hundruð ár síðan Norðmenn tóku sér stjórnarskrá, en hún er elsta gildandi stjórnarskrá Evrópu. Atburðarins var minnst með þriggja daga hátíðardagskrá í Noregi, en hún hófst í Osló 15. maí með því að forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, færði forseta Stórþingsins að gjöf sérstaka útgáfu af Landaurum Ólafs helga, fyrsta samningnum sem Ísland gerði við annað ríki árið 1033.
More
06.05.2014

Lengdur framleiðslutími á vegabréfum

Lengdur framleiðslutími á vegabréfum AFGREIÐSLUTÍMI VEGABRÉFA Frá og með 1. maí 2014 verður framleiðslutími vegabréfa 12 virkir dagar, þ.e.a.s. vegabréfin fara í póst á 12. virka degi frá því að sótt var um. Umsóknardagurinn er fyrsti dagur. Sjá meðfylgjandi töflu. Þetta á við þær umsóknir sem koma inn 1. maí og eftir það þangað til annað verður tilkynnt.
More
08.01.2014

Nordic Playlist: Ný gátt að norrænni tónlist

Nordic Playlist: Ný gátt að norrænni tónlist Nýr vettvangur til að kynna sér reglulega nýjar og áhugaverðar útgáfur frá Norðurlöndum opnar formlega í þessari viku. Nordic Playlist vefurinn auðveldar áhugasömum að uppgötva það besta sem er að gerast í norrænni tónlist og kynna sér reglulega nýja og spennandi listamenn – listarnir á síðunni eru sérvaldir af góðkunnu tónlistarfólki og fagaðilum, sem treysta má að hafi puttann á púlsinum.
More
07.01.2014

Saga sendiráðsins

Saga sendiráðsins Sendiráði í Osló hefur tekið saman upplýsingar um sögu sendiráðsins. Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu ætti þetta að vera hin ágætis lesning. Við vonum að þið hafið gaman af að kynna ykkur upphaf utanríkisþjónustu Íslands í Noregi.
More
Prev Next


Inspired by Iceland