22.07.2014

Sendiherra Gunnar Pálsson afhenti trúnaðarbréf til forseta Íran

Dr. Gunnar Pálsson, sendiherra, afhenti í dag forseta Íslamska lýðveldisins Íran, Hassan Rouhani, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands gagnvart Íran með aðsetur í Osló við hátíðlega athöfn í Tehran. Af þessu tilefni átti sendiherrann fundi með forsetanum og ráðamönnum í Tehran, þar sem einkum var rætt um alþjóðamál og tvíhliða samskipti ríkjanna.

 

 

 

 

 

 

Einnig hefur sendiherrann átt fundi með utanríkisráðherra Íran, Dr. Mohammad Javad Zarif, og öðrum háttsettum embættismönnum.

 Inspired by Iceland