Nýjar reglur varðandi skráningu í norska þjóðskrá

 

Þann 1.febrúar 2012 voru teknar í gildi nýjar reglur varðandi skráningu erlendra ríkisborgara í norska þjóðskrá. 
 
Nú þurfa allir erlendir ríkisborgarar sem vilja flytja til Noregs, þar með taldir íslenskir, að skrá sig inn í landið. Til að fá fullgilda kennitölu (ekki aðeins skammtíma kennitölu svo kallað D-númer) þarf að sýna fram á:
  • Gilt vegabréf eða ökuskírteini og staðfestingu frá Þjóðskrá sem sýnir ríkisborgararétt og kyn. 
  • Einnig þarf að sýna fram á starfssamning eða skriflegt atvinnutilboð upp á að minnsta kosti 6.mánuði, eða staðfestar upplýsingar um tekjur maka eða húsleigu /kaup samning. 
Sjá nánar hjá Skatteetaten: 
 
 

Video Gallery

View more videos