Fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sat fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins sem fram fór í New York 21. september samhliða allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Fundurinn var haldinn til undirbúnings leiðtogafundi bandalagsins sem verður í Ríga, höfuðborg Lettlands í lok nóvember n.k. Meðal þess sem fjallað var um á fundinum var ástand og þróun mála í Afganistan, möguleg stækkun bandalagsins og aukið samstarf Atlantshafsbandalagsins við samstarfsríki þess innan Evróatlantshafsráðsins og alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar og Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu.

Video Gallery

View more videos