Viðskiptaþjónusta

Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins er starfrækt í öllum sendiráðum Íslands til að efla samkeppnisstöðu og árangur íslenskra fyrirtækja í útrás. Þar er veitt þjónusta á borð við markaðsathuganir og leit að hugsanlegum samstarfsaðilum. Sendiráðin geta einnig aðstoðað við að koma á fundum og tengslum við mikilvæga viðskiptavini.

Fyrir hverja?

Fyrir íslenska útflytjendur sem eru búnir að taka stefnu á tiltekna markaði og vilja nýta veru viðskiptafulltrúanna á mörkuðum og þekkingu á staðháttum til að auka árangur í útflutningi.

Hvað gerir viðskiptafulltrúinn?

Viðskiptafulltrúar VUR starfa innan sendiráða Íslands og hafa greiðan aðgang að tengslaneti sendiráðanna. Viðskiptafulltrúinn vinnur fjölbreytt markaðstengd verkefni sem eru sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Verkefnin eru skilgreind í fyrirfram gerðum verksamningum. Viðskiptafulltrúarnir koma heim a.m.k. einu sinni á ári til að kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja með heimsóknum og opnum viðtalstímum hjá Útflutningsráði.

Hvert er verksvið viðskiptafulltrúans?

Viðskiptafulltrúinn innir af hendi markaðsrannsóknir, leitar að umboðsmönnum og samstarfsaðilum, kemur á viðskiptasamböndum og aðstoðar við gerð kynningarefnis fyrir markaðssvæðið. Hann auðveldar einnig aðgang að stjórnvöldum erlendis og opnar dyr að stærri viðskiptaaðilum.

Verksamningar

Viðskiptaþjónustan í Tókýó veitir fjölbreytta þjónustu og má sem dæmi nefna eftirfarandi:

  • Viðskiptavakt
  • Markaðskönnun
  • Leit að umboðsaðilum
  • Skipulagning viðskiptaheimsókna
  • Aðstoð við skipulagningu kynninga og ráðstefna
  • VUR á vettvangi – viðskiptafulltrúi fylgir fyrirtækjum á fund erlendra aðila

Einblöðungur um íslenskt efnahagslíf

Video Gallery

View more videos