Vegabréf og áritanir

Vegabréf

Einungis er hægt að sækja um íslensk vegabréf á Íslandi eða hjá sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum og í Washington.  Hvorki ræðismenn í umdæmi sendiráðsins né sendiráðið taka við vegabréfaumsóknum.  Hins vegar er hægt að framlengja gildistíma vegabréfs um eitt ár frá þeim degi er vegabréfið rann út. Í brýnustu neyð geta sendiráðið og  ræðismenn gefið út neyðarvegabréf. Neyðarvegabréf eru einungis gefin út ef umsækjandi getur ekki sótt um vegabréf í sendiráði eða á Íslandi. Tekið skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki.

Áritanir

Íslendingar þurfa ekki að sækja um vegabréfsáritun ef þeir dvelja í Japan sem ferðamenn skemur en 3 mánuði en áritun er nauðsynleg til ferðalaga til Austur-Tímor og til Filippseyja.

Video Gallery

View more videos