10.12.2014

Möguleikar á námi og rannsóknum í Japan

Umsóknir um styrki úr Watanabe-styrktarsjóðnum
More
03.06.2014

Blaðamannafundur í Japan National Press Club

Hannes Heimisson sendiherra, blaðamannafundur í Japan National Press Club
More
03.12.2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013

Vigdís Finnbogadóttir hlýtur tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 Frú Vigdís Finnbogadóttir, hlaut í gær tungumálaverðlaun Norðurlandanna 2013 en þau voru afhent við hátíðlega athöfn í Osló. Vigdís er þekkt fyrir starf sitt í þágu tungumála og er velgjörðarsendiherra tungumála hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
More
15.10.2013

Athugasemd til ferðamanna

Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á eftirfarandi skilaboðum frá Utanríkisráðuneytinu og Þjóðskrá Íslands
More
22.03.2013

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Myndböndunum er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundar-atkvæðagreiðslu framkvæmdina
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More
21.11.2012

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.
More
05.10.2012

Kynningarvefur er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður.
More
09.06.2011

Opnun íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum

Opnun íslenska skálans á Feneyjartvíæringnum Spænsk - íslenska listatvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson eru fulltrúar Íslands á tvíæringnum að þessu sinni með sýninguna “Under deconstruction”.
More
17.03.2011

Ferðaviðvörun vegna Japans

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan. Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til Japan eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar.

Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem eru staddir á Tókýó svæðinu eða fyrir norðan Tókýó að íhuga að flytja sig suður á bóginn þar til aðstæður skýrast. Borgaraþjónustan mun eftir atvikum liðsinna fólki við skipulag ferða en í öllu falli er fólk beðið um að láta vita um allar breytingar á högum sínum.

Ráðuneytið ráðleggur fólki áfram fylgjast með leiðbeiningum japanskra stjórnvalda og ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, sérstaklega norrænu ríkjanna.

Í kjölfar hamfaranna í Japan ríkir enn óvissuástand á ákveðnum svæðum, viðvarandi jarðskjálftahætta, auk þess sem truflanir hafa orðið á samgöngum, birgðaflutningum og í raforkukerfi. Þá er ennfremur ótryggt ástand í kjarnorkuverinu í Fukushima og geislamengun í næsta nágrenni þess. Í öryggisskyni er íslenskum ríkisbor

More
14.03.2011

Ferðaviðvörun vegna Japan

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ónauðsynlegum ferðalögum til Japan að svo stöddu. Íslendingum í Japan er jafnframt ráðlagt að forðast ferðalög til svæða í næsta nágrenni við Fukushima kjarnorkuverið.

Þeir sem engu að síður hyggja á ferðalög til Japan eru beðnir um að láta ráðuneytið vita um ferðaáætlanir sínar. Ráðuneytið ráðleggur fólki ennfremur að fylgjast með ferðaleiðbeiningum annarra ríkja, t.d. norrænu ríkjanna. Ráðuneytið hvetur Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fréttum og fyrirmælum þarlendra stjórnvalda. Varðandi ástand mála við kjarnorkuverið í Fukushima er jafnframt bent á upplýsingar frá Geislavörnum ríkisins http://www.gr.is/.

Ráðuneytið og sendiráð Íslands í Tókýó fylgjast áfram grannt með þróun mála og hafa samstarf við önnur norræn stjórnvöld vegna ástandsins í Japan.

Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið

More
12.03.2011

Búið að ná sambandi við alla Íslendinga sem vitað er um í Japan

Tekist hefur að ná sambandi við þá Íslendinga sem vitað er um í Japan og eru þeir allir óhultir. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins vinnur nú að því að afla fyllri upplýsinga um staðsetningu þeirra og aðstæður. Ráðuneytið vill enn hvetja Íslendinga í Japan til að fylgjast vel með fyrirmælum stjórnvalda og fréttaflutningi. Vakt verður í utanríkisráðuneytinu yfir helgina vegna ástandsins í Japan.

Hægt er að ná sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900 eða með því að senda tölvupóst á netfangið help@mfa.is

More
11.03.2011

Ferðaviðvörun í kjölfar jarðskjálftans í Japan

Í kjölfar jarðskjálftans sem varð við strendur Japans í morgun varar utanríkisráðuneytið við flóðbylgjuhættu á ströndum við Kyrrahaf. Ráðuneytið ráðleggur Íslendingum sem vita um vini og ættingja á þessum svæðum að setja sig í samband við þá og fullvissa sig um að þeir séu meðvitaðir um hættuna og haldi sambandi við ættingja sína á Íslandi eftir atvikum.


Fólk sem hefur áhyggjur af ættingjum sem eru staddir á hættusvæðinu er beðið að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 545-9900. Ráðuneytið hefur virkjað viðbragðsáætlun og ráðleggur Íslendingum á þessu svæði að fylgjast grannt með viðvörunum stjórnvalda og fjölmiðlum á staðnum. Utanríkisráðuneytið ásamt sendiráði Íslands í Japan vinnur að því að afla upplýsinga um öryggi Íslendinga á svæðinu.


Utanríkisráðuneytið vill benda fólki á að upplýsingar um flóðbylgjuviðvaranir í Kyrrahafi er m.a. að finna á eftirtöldum vefsíðum:

More

01.03.2011

Kosið um Icesave 9. apríl 2011

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, um framtíðargildi laga nr. 13/2011 sem fram fer 9. apríl 2011, hefst 16. mars n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands.
More
28.10.2010

Ráðstefna um jarðhitanýtingu Japans og Íslands 16. nóvember 2010

Ráðstefnan fer fram þann 16. nóvember í Japan, en að henni standa m.a. sendiráð Íslands í Tókýó, Japan Energy Assosiacion, o.fl. aðilar.

Nánari upplýsingar á ensku um ráðstefnuna er að finna á vefsíðu ráðstefnunnar.

24.09.2010

Ferðaskrifstofan K.K. Viking og Skyr-Japan hófu starfsemi í sendiráði Íslands í Japan

Ferðaskrifstofan K.K. Viking og Skyr-Japan hófu starfsemi í sendiráði Íslands í Japan Ferðaskrifstofan K.K. Viking og Skyr-Japan hófu fyrir skömmu starfsemi í sendiráði Íslands í Japan og verða þar með fasta aðstöðu í framtíðinni. K.K. Viking er umboðasaðili fyrir Icelandair, Air Greenland, Atlantic Airways (færeyska flugfélagið) og Air Iceland í Japan.
More
Prev Next


Inspired by Iceland