Sendiherra
Berglind Ásgeirsdóttir

Berglind Ásgeirsdóttir

Ferilsskrá

Sendiherra Íslands í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu, Andorra, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis, Djibúti og í Mónakó.

 

Fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.

 

Berglind hefur gegnt hinum ýmsu embættum innan íslensku stjórnsýslunnar og í alþjóðastofnunum síðustu 35 árin.  

 

Hún starfaði sem aðstoðarforstjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, þar sem hún fór m.a. með félags-,  heilbrigðis- og menntamál, auk þess sem almannatengsl, umhverfismál og sjálfbær þróun voru hluti af hennar starfssviði.  Þá gegndi hún stöðu ráðuneytisstjóra í Félagsmálaráðuneytinu og framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.  Berglind starfaði einnig sem skrifstofustjóri í Utanríkisráðuneytinu, sem sendiráðunautur í sendiráðum Íslands í Þýskalandi og Svíþjóð og sem varafastafulltrúi við Evrópuráðið.  

Menntun

1985 - Meistaragráða í alþjóðasamskiptum frá Boston háskóla
1978 - Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands

 

Video Gallery

View more videos