03.07.2012

Samningur við Brunei til að koma í veg fyrir skattaundanskot

Samningur við Brunei til að koma í veg fyrir skattaundanskot Miðvikudaginn 27. júní undirrituðu norrænu ríkin tvíhliða upplýsingaskiptasamning við Brúnei. Athöfnin fór fram hjá Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í París.
More
22.06.2012

Sýning Rósu Gísladóttur í Róm

Sýning Rósu Gísladóttur í Róm Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, opnaði sýningu Rósu Gísladóttur, "Eins og vatn eins og gull..." í Trajanusarmarkaðnum í Róm 21. júní sl. Fjöldi manns var viðstaddur opnunina á sýningunni sem haldin er á mjög eftirsóttum sýningarstað. Safnið er byggt á rústum byggingar sem var miðstöð stjórnsýslu í Rómarborg frá dögum Trajanusar keisara á 1. öld eftir Krist.
More
08.06.2012

Eldfjall - kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sýnd í París

Kvikmyndin Eldfjall (Volcano) eftir Rúnar Rúnarsson verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Champs-Elysées Film Festival í París laugardaginn 9. júní kl. 13:30 í kvikmyndahúsinu Balzac og mánudaginn 11. júní kl. 14:15 á sama stað.
More
08.06.2012

Morgunverðarfundur Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi, fundur á vegum fransk-íslenska viðskiptaráðsins, mun fara fram í norræna húsinu 12. júní kl. 8:15-10.
More
15.05.2012

Kvikmyndin Skrapp út eftir Solveigu Anspach á ARTE

Kvikmyndin Skrapp út eftir Solveigu Anspach á ARTE Kvikmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach með Diddu Jónsdóttur í aðalhlutverki verður sýnd á ARTE miðvikudagskvöldið 16. maí kl. 23:05. Gamanmynd um Önnu Hallgrímsdóttir, skáld, uppvaskara og marijuana- sölukonu. Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman.
More
07.05.2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 30. júní 2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna forsetakosninga sem fara fram 30.júní 2012, hefst 7. maí n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis. Í sendiráðinu í París verður hægt að kjósa á opnunartíma sendiráðsins, alla virka daga frá 9:30-16:30.
More
17.04.2012

Parísarbúar ánægðir með íslenska rokkið

Parísarbúar ánægðir með íslenska rokkið Air d’Islande 2012 lauk með glæsibrag í París á sunnudagskvöldið. Mikil stemming var á helstu tónlistarviðburðum hátíðarinnar, Iceland Airwaves tónleikum sem haldnir voru fyrir fullu húsi á Point Ephémère og stórskemmtilegu rokkkvöldi þar sem hljómsveitir á vegum Kimi Records hristu vel upp í Parísarbúum.
More
12.04.2012

Air d’Islande 2012 er hafin í París

Air d’Islande 2012 er hafin í París Íslenska menningarhátíðin Air d’Islande býður Parísarbúum upp á tónlist, kvikmyndir og samtímalist frá Íslandi fram til 15. apríl. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og hefur dagskráin aldrei verið viðameiri.
More
02.04.2012

Sendiráðið verður lokað um páskana

Sendiráðið verður lokað á skírdag, 5. apríl, föstudaginn langa, 6. apríl og annan í páskum, 9. apríl. Gleðilega páska!
More
09.03.2012

Frakkar vilja aukið samstarf við Íslendinga

Frakkar vilja aukið samstarf við Íslendinga Íslensk og frönsk stjórnvöld munu stórauka samstarf um norðurslóðarannsóknir. Þetta kom fram á fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra með Alain Juppé utanríkisráðherra Frakklands í París í dag og var nánar útfært á fundi ráðherra með Michel Rocard fyrrverandi forsætisráðherra og sérlegum sendiherra Frakka í málefnum heimskautasvæðanna.
More
14.02.2012

Nemendur Listaháskóla Íslands heimsóttu sendiráðið

Nemendur Listaháskóla Íslands heimsóttu sendiráðið Nemendur í fatahönnun við Listaháskóla Íslands ásamt fagstjóranum Lindu Björg Árnadóttur, heimsóttu sendiráðið mánudaginn 13. febrúar sl.
More
10.02.2012

Vatn - Stuttmynd eftir Enrique Pacheco, með ægifögrum myndum frá Íslandi

Frumsýnd í dag á vefstæði spænska stórblaðsins El País : http://cultura.elpais.com/cultura/2012/02/09/actualidad/1328792258_159342.html
More
05.01.2012

Íslensk sælkeramáltíð í París

Íslensk sælkeramáltíð í París Mánudagskvöldið 16. janúar næstkomandi munu matreiðslumeistararnir Hákon Már Örvarsson og Gunnar Karl Gíslason bjóða upp á sannkallaða íslenska sælkeramáltíð á veitingastaðnum Les Grandes Tables du 104 í 19. hverfi Parísar. Hákon Már hlaut bronsverðlaun í hinni frægu frönsku matreiðslukeppni Bocuse d'Or árið 2001 og Gunnar Karl er matreiðslumeistari á veitingastaðnum Dill í Reykjavík, sem tilnefnt var á dögunum til The Nordic Prize verðlaunanna sem besta veitingahús á Norðurlöndunum.
More
24.11.2011

Málþing um Ísland í Paimpol 19. nóvember 2011

Sendiráðið átti samvinnu við Evrópusamtökin Iles-et-Vilaines í Bretagne og borgaryfirvöld í Paimpol um málþing um Ísland í Paimpol 19. nóvember sl.. Markmið málþingsins var að kynna Ísland með áherslu á orkuvinnslu, sjávarútveg og menningarmál. Málþingið hlaut heitið "Ísland og ESB: kynnumst betur". Allt að eitt hundrað manns sóttu málþingið.
More
24.11.2011

Jólaball - Fête de noël de l'école islandaise

Jólaball - Fête de noël de l'école islandaise Jólaball íslenska skólans verður haldið laugardaginn 3. desember nk. kl. 15:00 - 17:00 í salarkynnum dönsku kirkjunnar í París, 17, rue Lord Byron, 8. hverfi Parísar. Metró Georg V eða Etoile.
More
27.10.2011

Upplýsingaskiptasamningur undirritaður við Bahrein

Upplýsingaskiptasamningur undirritaður við Bahrein Þann 14 október síðastliðinn undirrituðu sendiherrar Norðurlandanna upplýsingaskiptasamning á sviði skattamála við Bahrein. Fór athöfnin fram í embættisbústað sendiherra Íslands í París.
More
20.10.2011

Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO

Í tilefni af fundi á vegum UNESCO í Reykjavík 19. – 21. október, afhenti fulltrúi samtakanna Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra, sérstakt skjal sem staðfestir Surtsey, sem stað á heimsminjaskrá UNESCO.
More
20.10.2011

Vigdís Finnbogadóttir heiðruð af Alliance française

Vigdís Finnbogadóttir heiðruð af Alliance française Alliance française á Íslandi fagnaði aldarafmæli félagsins þann 16. október síðastliðinn. Af því tilefni kom Jean-Claude Jacq, framkvæmdastjóri Alliance française á heimsvísu, til landsins og veitti Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, heiðurspening Alliance française.
More
17.10.2011

FM Belfast í Frakklandi 19.-20. nóvember

FM Belfast í Frakklandi 19.-20. nóvember Tónleikar FM Belfast í Caen og París 19. og 20. nóvember nk.
More


Inspired by Iceland