04.02.2013

Ólöf Arnalds, Ghostigital og Epic Rain vöktu lukku í Frakklandi

Ólöf Arnalds, Ghostigital og Epic Rain vöktu lukku í Frakklandi Menningarhátíðin Air d’Islande stóð fyrir þremur mjög vel heppnuðum tónleikum í Frakklandi um helgina. Ghostigital, Epic Rain og Ólöf Arnalds skemmtu Parísarbúum og Epic Rain spilaði einnig í Nantes.
More
01.02.2013

Air d'Islande 2013 er hafin

Air d'Islande 2013 er hafin Íslenska menningarhátíðin Air d’Islande er hafin. Hátíðin kynnir Frökkum íslenska tónlist, kvikmyndir og samtímalist. Dagskráin í ár fer fram í París og í Nantes. Þetta er fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin og nýtur hún sívaxandi vinsælda í borg borganna.
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More
14.01.2013

Ráðstefna Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Madríd 4. febrúar

Ráðstefna Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Madríd 4. febrúar Þann 4. febrúar 2013 stendur Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í París, fyrir ráðstefnu í Madrid. Samhliða gefst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að komast í samband við spænsk fyrirtæki. Með dagskránni er ætlunin að leiða saman fyrirtæki í m. a. ferðaþjónustu, orkumálum, sjávarútvegi og viðskiptum, skiptast á skoðunum og styrkja viðskiptasambönd og samstarf Spánar og Íslands.
More
17.12.2012

Opnunartími sendiráðsins um hátíðarnar

Opnunartími sendiráðsins um hátíðarnar Sendiráð Íslands í París verður lokað dagana 24., 25., 26. og 31. desember og á nýársdag 1. janúar 2013. Opnunartími dagana 27. og 28. desember er frá 10-14.
More
21.11.2012

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.
More
30.10.2012

Sendiráðið er lokað 1. nóvember

Sendiráð Íslands í París er lokað fimmtudaginn 1. nóvember, á allraheilagramessu, sem er almennur frídagur í Frakklandi.
More
05.10.2012

Kynningarvefur er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður.
More
03.07.2012

Samningur við Brunei til að koma í veg fyrir skattaundanskot

Samningur við Brunei til að koma í veg fyrir skattaundanskot Miðvikudaginn 27. júní undirrituðu norrænu ríkin tvíhliða upplýsingaskiptasamning við Brúnei. Athöfnin fór fram hjá Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í París.
More
22.06.2012

Sýning Rósu Gísladóttur í Róm

Sýning Rósu Gísladóttur í Róm Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra, opnaði sýningu Rósu Gísladóttur, "Eins og vatn eins og gull..." í Trajanusarmarkaðnum í Róm 21. júní sl. Fjöldi manns var viðstaddur opnunina á sýningunni sem haldin er á mjög eftirsóttum sýningarstað. Safnið er byggt á rústum byggingar sem var miðstöð stjórnsýslu í Rómarborg frá dögum Trajanusar keisara á 1. öld eftir Krist.
More
08.06.2012

Eldfjall - kvikmynd Rúnars Rúnarssonar sýnd í París

Kvikmyndin Eldfjall (Volcano) eftir Rúnar Rúnarsson verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Champs-Elysées Film Festival í París laugardaginn 9. júní kl. 13:30 í kvikmyndahúsinu Balzac og mánudaginn 11. júní kl. 14:15 á sama stað.
More
08.06.2012

Morgunverðarfundur Fransk-íslenska viðskiptaráðsins

Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi, fundur á vegum fransk-íslenska viðskiptaráðsins, mun fara fram í norræna húsinu 12. júní kl. 8:15-10.
More
15.05.2012

Kvikmyndin Skrapp út eftir Solveigu Anspach á ARTE

Kvikmyndin Skrapp út eftir Solveigu Anspach á ARTE Kvikmyndin Skrapp út eftir Sólveigu Anspach með Diddu Jónsdóttur í aðalhlutverki verður sýnd á ARTE miðvikudagskvöldið 16. maí kl. 23:05. Gamanmynd um Önnu Hallgrímsdóttir, skáld, uppvaskara og marijuana- sölukonu. Anna á tvo drengi sem hún elur upp sjálf. Hún vill hins vegar fara frá Íslandi því henni finnst of kalt og ekki nógu mikil sól hérna. En til þess að geta farið þarf hún hins vegar að selja fyrirtækið sitt. Nokkrar sögur fléttast svo saman.
More
07.05.2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna forsetakosninga 30. júní 2012

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis, vegna forsetakosninga sem fara fram 30.júní 2012, hefst 7. maí n.k. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis. Í sendiráðinu í París verður hægt að kjósa á opnunartíma sendiráðsins, alla virka daga frá 9:30-16:30.
More
17.04.2012

Parísarbúar ánægðir með íslenska rokkið

Parísarbúar ánægðir með íslenska rokkið Air d’Islande 2012 lauk með glæsibrag í París á sunnudagskvöldið. Mikil stemming var á helstu tónlistarviðburðum hátíðarinnar, Iceland Airwaves tónleikum sem haldnir voru fyrir fullu húsi á Point Ephémère og stórskemmtilegu rokkkvöldi þar sem hljómsveitir á vegum Kimi Records hristu vel upp í Parísarbúum.
More
12.04.2012

Air d’Islande 2012 er hafin í París

Air d’Islande 2012 er hafin í París Íslenska menningarhátíðin Air d’Islande býður Parísarbúum upp á tónlist, kvikmyndir og samtímalist frá Íslandi fram til 15. apríl. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og hefur dagskráin aldrei verið viðameiri.
More
02.04.2012

Sendiráðið verður lokað um páskana

Sendiráðið verður lokað á skírdag, 5. apríl, föstudaginn langa, 6. apríl og annan í páskum, 9. apríl. Gleðilega páska!
More


Inspired by Iceland