07.11.2013

Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar

Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar Illugi Gunnarsson fundaði með Yaminu Benguigui í franska utanríkisráðuneytinu 5. nóvember 2013.
More
31.10.2013

Sendiráðið er lokað 1. nóvember

Sendiráðið er lokað 1. nóvember Sendiráð Íslands í París er lokað föstudaginn 1. nóvember, á allraheilagramessu, sem er almennur frídagur í Frakklandi.
More
24.10.2013

Myndir af glæpaþingi

Myndir af glæpaþingi Um síðustu helgi voru norrænar glæpasögur í brennidepli á glæpabókmennthátíðinni "Noir Nordique" í París.
More
23.10.2013

Íslendingahátið í Gravelines

Íslendingahátið í Gravelines Sæfarar við íslandsstrendur eða "Pêcheurs d'Islande" voru heiðraðir í Gravelines í lok september.
More
23.10.2013

Flott dagskrá í Boréales í Caen

Flott dagskrá í Boréales í Caen Mikið er um að vera í Normandie um þessar mundir...
More
04.07.2013

Samningur um að Vigdísarstofnun starfi undir formerkjum UNESCO

Samningur um að Vigdísarstofnun starfi undir formerkjum UNESCO Fimmtudaginn 27. júní var undirritaður í París samningur um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar (the Vigdís International Centre for Multilingualism and Intercultural Understanding) við Háskóla Íslands starfi undir formerkjum Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Að samningnum standa íslensk stjórnvöld og UNESCO.
More
14.06.2013

Sendiráðið verður lokað á þjóðhátíðardaginn 17. júní

22.03.2013

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Myndbönd til leiðbeiningar um framkvæmd atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Myndböndunum er ætlað að auðvelda kjósendum og þeim sem vinna við utankjörfundar-atkvæðagreiðslu framkvæmdina
More
01.03.2013

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst 4. mars

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst 4. mars Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 27. apríl 2013 hefst 4. mars nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.
More
25.02.2013

Opinber heimsókn forseta Íslands til Frakklands

Opinber heimsókn forseta Íslands til Frakklands Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hóf í dag, mánudaginn 25. febrúar, heimsókn til Parísar í boði franskra stjórnvalda. Hann mun á morgun, þriðjudaginn 26. febrúar, eiga fund í Elysée höll með François Hollande forseta Frakklands þar sem m.a. verður rætt um glímuna við fjármálakreppuna, þróun Norðurslóða og nýtingu hreinnar orku.
More
04.02.2013

Ólöf Arnalds, Ghostigital og Epic Rain vöktu lukku í Frakklandi

Ólöf Arnalds, Ghostigital og Epic Rain vöktu lukku í Frakklandi Menningarhátíðin Air d’Islande stóð fyrir þremur mjög vel heppnuðum tónleikum í Frakklandi um helgina. Ghostigital, Epic Rain og Ólöf Arnalds skemmtu Parísarbúum og Epic Rain spilaði einnig í Nantes.
More
01.02.2013

Air d'Islande 2013 er hafin

Air d'Islande 2013 er hafin Íslenska menningarhátíðin Air d’Islande er hafin. Hátíðin kynnir Frökkum íslenska tónlist, kvikmyndir og samtímalist. Dagskráin í ár fer fram í París og í Nantes. Þetta er fimmta árið í röð sem hátíðin er haldin og nýtur hún sívaxandi vinsælda í borg borganna.
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More
14.01.2013

Ráðstefna Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Madríd 4. febrúar

Ráðstefna Spánsk-íslenska viðskiptaráðsins í Madríd 4. febrúar Þann 4. febrúar 2013 stendur Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, í samstarfi við Íslandsstofu og sendiráð Íslands í París, fyrir ráðstefnu í Madrid. Samhliða gefst tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að komast í samband við spænsk fyrirtæki. Með dagskránni er ætlunin að leiða saman fyrirtæki í m. a. ferðaþjónustu, orkumálum, sjávarútvegi og viðskiptum, skiptast á skoðunum og styrkja viðskiptasambönd og samstarf Spánar og Íslands.
More
17.12.2012

Opnunartími sendiráðsins um hátíðarnar

Opnunartími sendiráðsins um hátíðarnar Sendiráð Íslands í París verður lokað dagana 24., 25., 26. og 31. desember og á nýársdag 1. janúar 2013. Opnunartími dagana 27. og 28. desember er frá 10-14.
More
21.11.2012

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.
More
30.10.2012

Sendiráðið er lokað 1. nóvember

Sendiráð Íslands í París er lokað fimmtudaginn 1. nóvember, á allraheilagramessu, sem er almennur frídagur í Frakklandi.
More
05.10.2012

Kynningarvefur er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður.
More


Inspired by Iceland