01.07.2014

Fálkaorðu skilað

Fálkaorðu skilað Olivier Lacolley kom í sendiráð Íslands í París í dag til að skila stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu sem Vigdís Finnbogadóttir þáverandi forseti Íslands veitti Albert Lacolley föður hans þann 12. apríl 1983.
More
27.05.2014

Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Montpellier

Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Montpellier Stórum hópi íslenskra rithöfunda var boðið á bókmenntahátíðina, La Comédie du Livre, sem haldin var nú um helgina í 29. skiptið og þar sem norrænar bókmenntir voru í öndvegi. Mikill áhugi var á íslensku höfundunum og bókum þeirra. Lesendur stóðu í biðröðum eftir að fá bækur sínar áritaðar og höfðu sumir þeirra ferðast um mörg hundruð kílómetra leið til að hitta höfundana.
More
22.05.2014

Bókmenntahátíð í Montpellier!

Bókmenntahátíð í Montpellier! Bókmenntahátíðin Comédie du Livre í Montpellier hefst í kvöld með kvöldi tileinkuðu verkum Arnaldar Indriðasonar þar sem höfundurinn mun sitja fyrir svörum. Framundan er fjögurra daga bókmenntaveisla þar sem tíu íslenskir rithöfundar munu koma fram. Norðurlöndin eru í öndvegi á hátíðinni sem nú er haldin í 29. sinn og er alls 34 norrænum höfundum boðið á hátíðina. Opnunarkvöldið með Arnaldi hefst kl. 19 í Centre Rabelais í Montpellier.
More
16.04.2014

Sendiráðið verður lokað um páskana

Sendiráðið verður lokað um páskana Sendiráðið verður lokað á skírdag, 17. apríl, föstudaginn langa 18. apríl og annan í páskum 21. apríl. Einnig verður lokað sumardaginn fyrsta. 24. apríl. Gleðilega páska!
More
03.04.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl nk.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga hefst 7. apríl nk. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefst 7. apríl nk. og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis.
More
12.02.2014

Menningarhátíðin Air d'Islande

Menningarhátíðin Air d'Islande Íslensku menningarhátíðinni Air d'Islande lauk um síðustu helgi með dagskrá í Finnsku menningarstofnuninni.
More
05.02.2014

Frábærir tónleikar um helgina!

Frábærir tónleikar um helgina! 5 íslenskar hljómsveitir spiluðu hér í París um seinustu helgi á Air d'Islande hátíðinni.
More
Prev Next


Inspired by Iceland