Þjónusta við Íslendinga

Aðalræðisskrifstofan aðstoðar íslenska ríkisborgara og fyrirtæki í samskiptum við fyrirtæki og stjórnvöld og dreifir upplýsingum og fróðleik um Ísland ásamt því að taka þátt í kynningum um land og þjóð.

Íslendingar í Færeyjum

Samkvæmt upplýsingum frá Fólkayfirlitinu eru um 200 Íslendingar búsettir í Færeyjum. Hér er starfandi Íslendinafélagið Frón sem hefur um 70 meðlimi. Sjá www.fron.fo

Neyðarvegabréf

Útgáfa neyðarvegabréfa, ferðaskilríkja og framlenging vegabréfa er eftir því sem við á í sérstökum neyðartilfellum.

Umsókn um íslenskt vegabréf

Ekki er lengur unnt að framlengja gildistíma almennra íslenskra vegabréfa.  Sendiráðið og ræðismenn geta gefið út neyðarvegabréf. Taka skal fram að neyðarvegabréf eru ekki ákjósanleg ferðaskilríki en duga vel til að fara til Íslands.  

Hægt er að sækja um almennt íslenskt vegabréf á Íslandi og í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Lundúnum, Berlín, Washington og Peking.

Upplýsingasíður:

Video Gallery

View more videos