Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja

Fríverslunarsamningur gerður: 31.8.2005

Gildistaka fríverslunarsamnings: 1.11.2006

Stutt heiti: Hoyvíkursamningurinn

 

Helstu efnisatriði Hoyvíkursamningsins

 

Með samningnum er komið á fót sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja. Tekur samningurinn til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, frjálsrar farar fólks og búseturéttar, fjármagnsflutninga og fjárfestinga, staðfesturéttar; samkeppni, ríkiseinkasölu, ríkisaðstoðar og opinberra innkaupa. Mælir samningurinn fyrir um bann við mismunun á grundvelli ríkisfangs, staðfestustaðar eða upprunastaðar vöru innan efnislegs gildissviðs hans. Þannig skulu Íslendingar og íslensk fyrirtæki njóta sömu réttinda í Færeyjum og Færeyingar og gagnkvæmt.

Samningurinn er víðtækasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Samningurinn tekur einnig til fullrar fríverslunar með landbúnaðarvörur. Ísland hefur aldrei áður samið um fulla fríverslun með landbúnaðarvörur þannig að samningurinn markar nokkur tímamót í þeim efnum. Neysluvenjur í Færeyjum eru um margt líkar neysluvenjum hér á landi en landbúnaður í Færeyjum hefur ekki náð að sinna eftirspurn eftir neyslu landbúnaðarvara þar í landi. Af þeim sökum er talsverður markaður í Færeyjum fyrir íslenskar landbúnaðarvörur.

Tenglar

Texti Hoyvíkursamningsins er birtur í Stjórnartíðindum.

Video Gallery

View more videos