08.03.2013

Viljayfirlýsing ríkisstjórnar Íslands og Færeyja

Auka samvinnu Færeyja og Íslands Í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands og landsstjórnar Færeyja, sem undirrituð var á sérstakri ráðstefnu sem haldin var í Þórshöfn í Færeyjum 5 mars sl., kemur fram eindreginn vilji landanna tveggja til að auka samvinnu sín á milli. Sérstök áhersla er lögð á atvinnuþróun og nýsköpun með það að markmiði að þekking sem verður til í öðru landinu nýtist í hinu. Þá er einnig í yfirlýsingunni lögð áhersla á að varðveita sameiginlega menningararfleifð þjóðanna tveggja og viðhalda vinarhug og samkennd sem ríkt hafi í samskiptum þeirra. Stefnt er að því að halda ráðstefnu þar sem fjallað verður um þessi mál ekki sjaldnar en á tveggja ára fresti. Viljayfirlýsinguna undirrituðu atvinnu- og fjármálaráðherrar landanna tveggja, þau Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Júlíusdóttir frá Íslandi og Johan Dahl og Jörgen Niclasen frá Færeyjum. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar frá því í desember sl. til að sýna Færeyingum þa
More
01.03.2013

Færeysk íslensk ráðstefna í Norðurlandahúsinu 5. mars

Færeyskir og íslenskir ráðherrar verða meðal þeirra sem fram koma á ráðstefnunu sem verður í Norðurlandahúsinu 5. mars næstkomandi. Ráðuneytin eru í samstarfi við færeyska-íslenska verslunarráðið FæÍs.
More
28.01.2013

EFTA-dómstóllinn sýknar Ísland – Icesave-málinu lokið

Dómur EFTA-dómstólsins í Icesave- málinu felur í sér að Ísland er sýknað af kröfum ESA um að vera lýst brotlegt við EES-samninginn. Dómstóllinn hafnar því að íslensk stjórnvöld hafi brotið gegn tilskipun um innstæðutryggingar eða mismunað innstæðueigendum. Það er mikið ánægjuefni að málstaður Íslands hafi orðið ofan á í Icesave-málinu og með niðurstöðu EFTA-dómstólsins er lokið mikilvægum áfanga í langri sögu.
More
20.12.2012

Gleðileg jól

More
21.11.2012

Íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis hugi að kosningarrétti sínum vegna kosninga á næsta ári

Innanríkisráðuneytið vill vekja athygli íslenskra ríkisborgara sem búið hafa erlendis um tiltekinn tíma á því að huga að því hvort þeir eru á kjörskrá. Þeir sem búið hafa erlendis og fluttu lögheimili sitt fyrir meira en átta árum falla af kjörskrá að þeim tíma liðnum nema þeir sæki sérstaklega um að fá að halda kosningarrétti.
More
05.11.2012

Nordic Food Diplomacy

New Nordic Food to show the world who we are in the Nordic Region The Nordic Council of Ministers is launching a new web portal for embassies and export companies: Nordic Food Diplomacy. The site shows how you profile your home country and the Nordic kitchen using New Nordic Food.
More
05.10.2012

Færeysk- íslenska viðskiptaráðið kynnir: Hönnunarsamkeppni um nýtt merki ráðsins

Í nóvember næstkomandi verður Færeysk-íslenska viðskiptaráðið stofnað í Þórshöfn í Færeyjum.
More
05.10.2012

Kynningarvefur er lýtur að þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október

Kynningarvefur Lagastofnunar Háskóla Íslands, gerður að beiðni forsætisnefndar Alþingis, um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., hefur verið opnaður.
More
02.10.2012

Karlakór Kópavogs í Færeyjum

Karlakór Kópavogs í Færeyjum Karlakór Kópavogs kemur í tónleikaferð hingað til Færeyja 5.-8. október nk.í tilefni af 10 ára afmæli kórsins.
More
01.10.2012

Kosning utan kjörfundar

Kynningarvefur um þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október nk., um tillögur stjórnlagaráðs og tengt efni, hefur verið opnaður. Slóðin er www.thjodaratkvaedi.is.
More
07.09.2012

Jónína Guðnadóttir í Listaskálanum

Jónína Guðnadóttir listakona sýnir í Listasafni Færeyja 7.september - 7. október 2012
More
28.07.2012

Myndir frá opnu húsi

Myndir frá opnu húsi Meðfylgjandi eru myndir frá opnu húsi aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn í Færeyjum í tilefni af Olavsvöku sem er þjóðhátíð Færeyinga.
More
26.07.2012

Opið hús á ólafsvöku

Opið hús verður á Aðalræðisskrifstofu Íslands á ólafsvöku, laugardaginn 28. júlí milli kl. 15 – 18.
More
24.07.2012

Tónleikar með Lóuþrælum

Tónleikar með Lóuþrælum Karlakórinn Lóuþrælar, úr Húnavatnssýslum, kemur til Færeyja miðvikudaginn 25. júlí í söng og skemmtiferð.
More


Inspired by Iceland