Vorsýning Listasafns Færeyja

Þrettán íslenskir og færeyskir listamenn sýna saman á árlegri vorsýningu Listasafns Færeyja sem verður opnuð í dag kl. 17 og nefnist Játtanir eða Játningar. Íslendingarnir eru þau Sara Björnsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Haraldur Jónsson og Erla Haraldsdóttir sem sýnir verk sem hún vinnur með Craniv A. Boyd.

Færeysku listamennirnir eru: Pól Skarðenni, Martin Tórgarð, Marjun Jóanesardóttir, Ludvík Breckmann, Johan Martin Christiansen, Eigil Lyngsø og Anna Kathrina Højgaard.

Þeir vinna með ljósmyndir, málverk, skúlptúr og myndbönd og þeir íslensku sýna einnig verk í ýmsum miðlum; meðal annars teikningar, myndbandsverk og gjörninga.

Video Gallery

View more videos