Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 9. apríl hefst 16. mars 2011. Hægt er að kjósa á aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn á skrifstofutíma: mán.-fimmtud. kl. 9-16 og föstud. kl. 9-15.

Eftirfarandi eru skilyrði þau er uppfylla þarf:

  1. Vera 18 ára þegar kosning fer fram.
  2. Vera íslenskur ríkisborgari.
  3. Vera skráður með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, 19. mars 2011.

Einnig eru teknir á kjörskrá íslenskir ríkisborgarar sem eru búsettir erlendis og hafa náð 18 ára aldri en uppfylla nánar tiltekin skilyrði. Þessi skilyrði eru:

  1. Íslenskur ríkisborgari sem átt hefur lögheimili hér á landi á kosningarrétt í átta ár frá því að hann flutti lögheimili sitt af landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag.
  2. Ef meira en átta ár eru liðin frá því að aðili átti hér síðast lögheimili eins og segir frá í a-lið, getur hann sótt um kosningarrétt á þar til gerðu eyðublaði til Þjóðskrár Íslands, enda sé hann enn íslenskur ríkisborgari. Umsókn sem berst með þessum hætti til Þjóðskrár Íslands skal ekki tekin til greina ef hún berst meira en einu ári áður en átta ára rétturinn fellur niður. Þeir sem teknir eru á kjörskrá með þessum hætti fara á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu síðast lögheimili og gildir sú skráning í fjögur ár frá 1. desember næstum eftir að umsókn var lögð fram.

Kjósandi þarf að gera grein fyrir sér með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Kennivottorð er persónuskilríki með mynd, svo sem vegabréf eða ökuskírteini.

Að þessu loknu fær kjósandi afhent kjörgögn.

Utankjörfundaratkvæði skal vera komið í hendur kjörstjórnar fyrir lok kjörfundar á kjördag svo að hægt sé að taka það til greina við kosninguna. Kjósandi annast og kostar sjálfur sendingu atkvæðisbréfs síns.

Sjá meira um Utankjörfundaratkvæðagreiðslu á vefsíðunni: www.kosning.isVideo Gallery

View more videos